Andúð pólitíkusa í garð flóttafólks geti leitt til ofbeldisverka
Fréttir

And­úð póli­tík­usa í garð flótta­fólks geti leitt til of­beld­is­verka

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir að hóp­ar karl­manna „dökk­ir á brá og brún“ hræði fólk þeg­ar þeir gangi um göt­ur í Reykja­nes­bæ. Þessi orð hans og fleiri um flótta­fólk og um­sækj­end­ur um vernd byggja sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Heim­ild­ar­inn­ar og svör­um Ásmund­ar sjálfs, á sögu­sögn­um. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir að í verstu til­fell­um geti slík­ur mál­flutn­ing­ur stjórn­mála­fólks leitt til of­beld­is­verka.
Katrín: Starfsemi kínversku rannsóknarmiðstöðvarinnar aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð
FréttirKína og Ísland

Katrín: Starf­semi kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

Mál­efni norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kín­versku heim­skauta­stofn­un­ar­inn­ar í Þing­eyj­ar­sýslu hafa aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöð­inni sé hendi ráð­herra há­skóla­mála. NATO hef­ur með­al ann­ars haft áhyggj­ur af rann­sókn­ar­mið­stöð­inni.
Vöruð við að tala eins og „rasistar út í loftið“
Fréttir

Vör­uð við að tala eins og „ras­ist­ar út í loft­ið“

Bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­nes­bæ full­yrti á bæj­ar­stjórn­ar­fundi að í versl­un­um í bæn­um væru neyð­ar­hnapp­ar vegna hæl­is­leit­enda. Hann við­ur­kenn­ir nú að þetta sé ekki rétt. Á fund­in­um tal­aði bæj­ar­full­trúi Um­bót­ar um ágang hæl­is­leit­enda. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var­aði fólk við að tala eins og ras­ist­ar. Verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­in­um seg­ir slæmt þeg­ar yf­ir­völd láti ljót orð, byggð á sögu­sögn­um, falla um flótta­fólk sem sé í af­ar við­kvæmri stöðu.
Gista í neyðarskýlum vegna stöðu húsnæðismarkaðarins
Fréttir

Gista í neyð­ar­skýl­um vegna stöðu hús­næð­is­mark­að­ar­ins

Bor­ið hef­ur á því að fólk sem ekki glím­ir við flók­inn vímu­efna­vanda eða al­var­leg­ar geðrask­an­ir leiti í gisti­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa því það á ekki í önn­ur hús að venda. Vanda­mál­ið er hátt leigu­verð og lít­ið fram­boð af hús­næði. Þetta eru í meiri­hluta karl­menn sem jafn­vel tala hvorki ensku né ís­lensku og þarf starfs­fólk skýl­anna að nota Google Translate til að eiga fyrstu sam­skipti við fólk­ið.
Refsistefna ekki rétta leiðin
Fréttir

Refs­i­stefna ekki rétta leið­in

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að refs­i­stefna sé ekki rétta leið­in til að tak­ast á við vímu­efna­vand­ann. „Við telj­um eðli­legt að við tök­um á þess­um mál­um með öðr­um hætti en við er­um líka með­vit­uð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þing­flokks­formað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann á þingi í dag hvort ekki væri heið­ar­leg­ast að „hætta þess­um fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega“ að þessi rík­is­stjórn muni aldrei af­glæpa­væða vörslu neyslu­skammta vímu­efna.
Fylgdarlausum börnum verður borgað 405 þúsund krónur til að fara annað
Fréttir

Fylgd­ar­laus­um börn­um verð­ur borg­að 405 þús­und krón­ur til að fara ann­að

Sam­kvæmt nýrri reglu­gerð get­ur flótta­fólk, með­al ann­ars fylgd­ar­laus börn, nú feng­ið 75 til 150 þús­und króna við­bót­ar­styrk fari þau af landi brott áð­ur en frest­ur til heim­far­ar er lið­inn. Auk þess býðst þeim áfram að fá ferða­styrk og endurað­lög­un­ar­styrk fyr­ir að fara ann­að ásamt því sem ís­lenska rík­ið greið­ir fyr­ir þau flug­mið­ann. Til­gang­ur styrkj­anna er að spara rík­inu kostn­að vegna brott­vís­ana.
Öll gögn til að halda úti draumaliðsleik í Bestu deild kvenna til staðar
Fréttir

Öll gögn til að halda úti draumaliðs­leik í Bestu deild kvenna til stað­ar

Ís­lensk­ur Topp­fót­bolti gaf þær skýr­ing­ar í upp­hafi Ís­lands­móts­ins í knatt­spyrnu að ekki væri hægt að bjóða upp á draumaliðs­leik fyr­ir Bestu deild kvenna þar sem töl­fræði­gögn séu ekki að­gengi­leg. Það er ekki rétt. For­seti Hags­muna­sam­taka knatt­spyrnu­kvenna seg­ir vilj­ann ein­fald­lega skorta hjá Ís­lensk­um Topp­fót­bolta.

Mest lesið undanfarið ár