Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.
Krabbameinsvaldandi efnum blásið út á Grundartanga: „Þetta er vandasamt verk“
FréttirStóriðjan á Grundartanga

Krabba­meinsvald­andi efn­um blás­ið út á Grund­ar­tanga: „Þetta er vanda­samt verk“

Kís­il­málm­fyr­ir­tæk­ið Elkem vígði end­ur­bætt­an ofn í verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins á Grund­ar­tanga um miðj­an mán­uð­inn. Þykk­um, svört­um reyk var blás­ið frá verk­smiðj­unni svo dög­um skipti eft­ir að kveikt var á hon­um. For­stjóri Elkem, Álf­heið­ur Ág­ústs­dótt­ir, seg­ir að efni í reykn­um séu krabba­meinsvald­andi en að fyr­ir­tæk­ið fylg­ist vel með að þau séu und­ir hættu­mörk­um fyr­ir menn og dýr.
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Tengslin hafa áhrif á tegund stafræns ofbeldis
Fréttir

Tengsl­in hafa áhrif á teg­und sta­f­ræns of­beld­is

Ný rann­sókn frá Nordic Digital Rights and Equality Foundati­on (NOR­DREF) á sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi leið­ir í ljós að teg­und þess velt­ur mik­ið á sam­bandi milli ger­and­ans og þol­and­ans. Einn rann­sak­and­inn seg­ir að menn­ing­ar­leg­ir þætt­ir hafi mik­il áhrif á brot­in og að þau feli í sér gríð­ar­leg­an kostn­að fyr­ir sam­fé­lag­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Lögreglumaður spilar tölvuleiki við ungmenni
Þekking

Lög­reglu­mað­ur spil­ar tölvu­leiki við ung­menni

Lög­reglu­mað­ur­inn Sím­on Geir Geirs­son vinn­ur að for­varna­verk­efni þar sem hann spil­ar tölvu­leiki við ung­menni. Um er ræða spenn­andi tæki­færi til þess að hitta ung­menni á sín­um vett­vangi og sinna þar for­varn­a­starfi. Mark­mið­ið verk­efn­is­ins er að sporna gegn glæp­um og upp­lýsa ungt fólk um hætt­urn­ar sem geta leynst víða í sta­f­ræn­um heimi.
Útlendingamál eina sem kemst fyrir í umræðunni: „Þetta er umræða sem sogar allt súrefni til sín“
FréttirPressa

Út­lend­inga­mál eina sem kemst fyr­ir í um­ræð­unni: „Þetta er um­ræða sem sog­ar allt súr­efni til sín“

„Þetta er bara elsta smjörklípa ver­ald­ar, að taka jað­ar­sett­ann minni­hluta hóp og skrímslavæða hann í sam­fé­lag­inu,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata. Um­ræðu­efni Pressu var út­lend­inga­mál og það væri ekki út­lend­ing­un­um að kenna að inn­við­ir séu sprungn­ir.
Alvotech fékk loksins markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Humira í Bandaríkjunum
Viðskipti

Al­votech fékk loks­ins mark­aðs­leyfi fyr­ir hlið­stæðu við Humira í Banda­ríkj­un­um

Næst­um ári eft­ir að Al­votech ætl­aði að vera bú­ið að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir hlið­stæðu við eitt mest selda lyf Banda­ríkj­anna er leyf­ið í höfn. Mark­aðsvirði Al­votech hef­ur rok­ið upp síð­ustu miss­eri þrátt fyr­ir að áform um hagn­að á síð­ari hluta síð­asta árs hafi ekki geng­ið eft­ir. Þess í stað varð gríð­ar­legt tap.

Mest lesið undanfarið ár