Nýtt efni

Lífsins stærsta undur á spássíum fjárbókhalds
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Magga á von á sínu fyrsta barni, rétt eins og kýrin á bænum. Sagan hefur rótfasta jarðtengingu, hendur í mold, líkama og fjárbókhald en líka eitthvað óáþreifanlegt, framliðna, sýnir og þyngd ósagðra orða. Þetta er brothætt saga sem gerist einhvern tímann á síðustu öld miðað við það að Guðmundur...

„Snjóflóðið mun koma þaðan“
Össur Skarphéðinsson þáverandi umhverfisráðherra segir Heiðar Guðbrandsson, snjóathugunarmann á Súðavík, hafa tilkynnt sér að hættumatið væri rangt. Rétt fyrir snjóflóðið fór Össur að skoða aðstæður og gerði í kjölfar athugasemd við hættumatið.

Þekking, gögn og reynsla lítil í aðdraganda snjóflóðsins á Súðavík
Skýrsla rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík kom út í dag. Þar kemur fram að þegar hættumat var unnið á síðari hluta níunda áratugsins var einna helst hægt að styðjast við snjóflóðið sem þar varð árið 1983. Ekki voru öll hús inn á hættumatskorti.

Aðalsteinn vill leiða Viðreisn
Aðalsteinn Leifsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar gefur kost á sér í oddvitasæti fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Hann fer í launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu.

Bandaríkin þrýsta enn á Úkraínu að láta Rússa fá Donbas
„Það er nokkuð sláandi að Bandaríkjamenn skuli taka afstöðu Rússa í þessu máli,“ segir embættismaður sem hefur upplýsingar um gang viðræðna um stríðslok í Úkraínu.

„Ég er að hóta þér. Þú munt ekki yfirgefa mig.“
Hann gekk svo langt að hóta að grafa upp afa sambýliskonu sinnar og lýsti ítarlega áformum um ofbeldi, en þarf ekki að afplána refsingu.

Rigg Friðriks Ómars nálgast fyrri umsvif
Fyrirtæki Friðriks Ómars Hjörleifssonar tónlistarmanns nálgast sömu veltu og fyrir COVID, þegar umsvif þess hrundu. Annað félag heldur þó utan um fjölda jólatónleika sem hann stendur á bak við í Hörpu með Jógvan Hansen og Eyþóri Inga.

Japanir skila tveimur pöndum til Kína
Pöndurnar Lei Lei og Xiao Xiao, sem Kína lánaði Japan í táknrænum „pöndu-erindrekstri“, eiga nú að snúa heim. Ákvörðunin kemur á sama tíma og samskipti Peking og Tókýó hafa kólnað verulega, meðal annars eftir að japanski forsætisráðherrann lét í veðri vaka að Japan gæti gripið til hernaðaraðgerða yrði Taívan fyrir árás.

Tölvuleikjanotkun er að breyta nýrri kynslóð
„Ég hef alveg tekið eftir því að þegar ég fór að spila meira online, hittumst við sjaldnar í eigin persónu,“ segir Styrmir Egilsson. Fjórir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð ræða um áhrif tölvuleikja á líf þeirra, samskipti og tungumál. Ársæll Már Arnarson prófessor segir tölvuleiki hafa mikil áhrif á menninguna.

Öfgahægrið aftur til valda í Chile
Í fyrsta sinn á 35 ára lýðræðistímabili í Chile sest öfgahægrimaður í forsetastól vegna áhyggja kjósenda af innflytjendamálum og glæpum. Hann studdi einræðisstjórn Pinochets, en mildaðist í kosningabaráttunni.

Múslimi hylltur fyrir að stöðva fjöldamorð á Gyðingum
Bjargvætturinn á Bondi Beach, sem yfirbugaði byssumann mitt í skotárás hans á Gyðinga, er múslimi sem rekur ávaxtaverslun.

Skilningsrík sýn sonar á móðurina Ástu
Skilningur höfundar gagnvart erfiðleikum Ástu er áþreifanlegur, segir gagnrýnandi um bók Kolbeins Þorsteinssonar: Mamma og ég.


Guðrún Schmidt
Hættuleg tálsýn ríkisstjórnar í loftslagsmálum
Hverfa þarf frá óraunsæjum kröfum um óendanlegan hagvöxt, að mati greinarhöfundar.

Almennur borgai vann hetjudáð við að stöðva skotmenn
Hryðjuverkamenn skutu á mannfjölda sem fagnaði jólahátíð Gyðinga á Bondi Beach í Sydney.

„Ég gæti ekki einu sinni séð einföld form“
Gauti Páll Jónsson er með hugsýnastol og getur því ekki séð hluti myndrænt fyrir sér. „Þangað til nýlega vissi ég ekki að þetta væri eitthvað sem fólk gæti gert,“ segir hann. Sálfræðingur sem stundar rannsóknir á þessu sviði telur að margir viti ekki að þeir séu með hugsýnastol.









