Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Barn rekur á land

Nýj­asta skáld­saga Sölva Björns Sig­urðs­son­ar hefst á því að barn rek­ur á land við Hjör­leifs­höfða haust­ið 1839. Sag­an kall­ast á við flótta­mannakrís­una, eitt­hvert stærsta mál sam­tím­ans, og á brýnt er­indi við les­end­ur dags­ins í dag. Jón Bjarki Mag­ús­son ræddi við höf­und­inn um skáld­sög­una Seltu sem er eins kon­ar óð­ur til manns­and­ans og þess góða í mann­in­um.

Hvað gerir maður þegar ókunnugt barn rekur óforvarendis á fjörur hans? Þetta er á meðal þeirra spurninga sem rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson spyr í nýrri skáldsögu sinni, Seltu, apókrýfu úr ævi landlæknis. Sagan, sem gerist á haustmánuðum 1839, fjallar um landlækni sem lífgar við lítinn dreng sem rekið hefur á land fyrir ströndum Hjörleifshöfða. Fljótlega kemur í ljós að drengurinn virðist ómálga á íslensku, þótt hann mæli nokkur kunnugleg orð sem benda helst til þess að hann komi frá fjarlægu landi að því er virðist utan Evrópu. Sýruson. Sandsinni. Fyndinn hestur. Þeir kumpánar halda í kjölfarið í afdrifaríkt og ævintýralegt ferðalag þvert yfir jökulár, sanda og hálendi í leit að uppruna þess síðarnefnda, og njóta meðal annars liðsinnis aðstoðarmannsins Mister Undertaker og servantsstúlku á hæli.

Sölvi Björn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn að hinum ýmsu bókmenntaformum í gegnum árin, hlotið rithöfundaviðurkenningu RÚV, Menningarverðlaun DV …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Hægt að túlka mál á 48 tímum í stað 48 mánaða
FréttirFlóttamenn

Hægt að túlka mál á 48 tím­um í stað 48 mán­aða

Í við­kvæm­um mál­um er oft tek­ist á um túlk­un út­lend­ingalaga, eins og mál 12 og 14 ára drengja frá Palestínu, þeirra Sam­eer Omr­an og Yaz­an Kaware. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, er með LLM-próf í mann­rétt­ind­um frá Kaþ­ólska há­skól­an­um í Leu­ven. Hún tel­ur Út­lend­inga­stofn­un ekki vera að beita lög­un­um rétt.
Aukin hætta á ofbeldi ef rasismi fær að grassera
ViðtalFlóttamenn

Auk­in hætta á of­beldi ef ras­ismi fær að grass­era

Mik­il hætta er á auknu of­beldi í lönd­um þar sem nei­kvæð orð­ræða um inn­flytj­end­ur og hæl­is­leit­end­ur fær að grass­era, að sögn full­trúa Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Okk­ar stofn­un var stofn­uð eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina. Það stríð varð til úr ras­isma og gyð­inga­h­atri. Það byrj­aði allt með orð­um,“ seg­ir full­trú­inn – Annika Sand­l­und.
Brátt á heimleið:  Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð
FréttirFlóttamenn

Brátt á heim­leið: Ís­land breytti sýn Isaacs á sam­kyn­hneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.
Móðir og systir Oriönu fengu vernd en hún send burt
Viðtal

Móð­ir og syst­ir Oriönu fengu vernd en hún send burt

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an. Í Kól­umb­íu seg­ist hún ekki eiga neitt bak­land og að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn sé til­kom­inn vegna kól­umb­ísks afa sem hún hitti aldrei.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár