Á Reykjanesi, örskammt frá Grindavík og Bláa Lóninu, eru stórmerkileg náttúrufyrirbrigði sem kallast Eldvörp. Um er að ræða gígaröð, um það bil tíu kílómetra langa, sem myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Eldvörp eru á náttúruminjaskrá, sem og Eldvarpahraun sem þau standa í. Er þeim lýst sem smækkaðri mynd af frægustu gígaröð landsins, Lakagígum. Við gígana, í hrauninu sjálfu, fara nú jarðýtur um og skilja eftir sig sár í landinu sem skera í augun. Allt fyrir rafmagn, heitt vatn og hugsanlegan ágóða orkufyrirtækisins HS Orku.
Verktakar á vegum HS Orku hafa útbúið svokallaðan borteig við Eldvörp þar sem búið er að bora tilraunaholu til að kanna hvort fýsilegt sé að virkja jarðvarma á svæðinu. Svæðið er í nýtingarflokki Rammaáætlunar og er heimilt að vinna þar allt að 30 MW af raforku. Verði niðurstöður tilraunaborana jákvæðar má búast við að fleiri borteigar verði gerðir og fleiri holur boraðar, en HS Orka …
Athugasemdir