Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kerfið gerir ekki ráð fyrir fötluðum foreldrum

Víða er van­þekk­ing á stöðu fatl­aðra for­eldra, seg­ir pró­fess­or í fötl­un­ar­fræði. Fatl­að­ir for­eldr­ar í sam­búð segja kerf­ið gera ráð fyr­ir að mak­ar þeirra sinni for­eldra­hlut­verk­inu. Al­þjóð­leg­ar rann­sókn­ir benda til þess að fatl­að­ir for­eldr­ar séu hlut­falls­lega lík­legri til þess að vera svipt­ir for­sjá barna sinna en aðr­ir for­eldr­ar.

Kerfið gerir ekki ráð fyrir fötluðum foreldrum
Breytt viðmót Margrét Ýr Einarsdóttir upplifði breytt viðmót gagnvart sér sem móður eftir að fötlun hennar varð varanleg. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég skil ekki hvers vegna ég var ekki bara geldur eftir slysið, því ekki er manni gert kleift að sinna börnunum sjálfur,“ segir Arnar Helgi Lárusson, formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM), í samtali við Stundina. 

Hann segir ekki gert ráð fyrir fötluðum foreldrum, heldur sé gert ráð fyrir að ófötluð eiginkona hans sinni þessu hlutverki. „Ég hef reynt að standa mig sem foreldri og ég tel mig vera fullkomlega í stakk búinn til þess að ala upp börnin mín og hugsa vel um þau. En það er umhverfið sem gerir það stundum að verkum að ég get ekki fylgt þeim eftir,“ segir Arnar Helgi.

Stundin ræddi við fatlaða foreldra sem segja frá reynslu sinni af foreldrahlutverkinu og hvernig kerfið hindri þá í því að sinna börnum sínum. Einnig er rætt við prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, sem hefur sérhæft sig í stöðu fatlaðra foreldra. Öll eru sammála um að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár