Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Thomas vísar á félaga sinn með hvarfið á Birnu Brjánsdóttur

Thom­as Møller Ol­sen er ákærð­ur fyr­ir morð­ið á Birnu Brjáns­dótt­ur, en hag­ar vitn­is­burði sín­um fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­ness þannig að hann seg­ir Ni­kolaj hafa keyrt í burtu með Birnu Brjáns­dótt­ur og síð­ar ver­ið „æst­ur“.

Thomas vísar á félaga sinn með hvarfið á Birnu Brjánsdóttur
Thomas í dómssal Thomas Möller Olsen huldi sig með teppi á leiðinni úr dómssal. Mynd: Pressphotos

Thomas Møller Olsen, sem er ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttir síðasta vetur, hefur breytt framburði sínum verulega og vísar nú til skipsfélaga síns, Nikolaj. Hann segist nú aldrei hafa séð Birnu Brjánsdóttur, en í skýrslutökum hjá lögreglu taldi hann hana hafa komið inn í rauða Kia Rio bifreið sem hann hafði á leigu.

Eftir að hafa yfirfarið sönnunargögn í málinu og rætt við vitni hafði lögreglan hins vegar ákvarðað að ákæra eingöngu Thomas Møller. Hann segir þetta vera misskilning.

Í beinni útsendingu Vísis.is er haft eftir í framburði Thomasar að hann hafi fyrir mistök sagt rangt frá atburðarásinni.

Þá segir hann lögreglu hafa verið „vonda við sig“, kallað sig illum nöfnum og vakið sig reglulega og öskrað: „Hvar er hún?! Hvar er hún?!“

Auk þess hafi lögreglan hótað að ræða við kærustuna hans um að hann væri skrímsli. Thomas segist hafa verið undir mikilli pressu og viljað hjálpa. „Mig langaði svo að hjálpa að ég sagði óvart ósatt hvað hafði gerst,“ hefur Vísir eftir Thomasi.

Nikolaj OlsenKemur fyrir Héraðsdóm Reykjanaess til að bera vitni.

 

„Hann keyrir í burtu“

Í framburðinum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun virtist Thomas vilja benda á Nikolaj sem mögulegan geranda hans í stað. Hann segir að Nikolaj hafi beðið um „smá prívat tíma með konunni“.

Vísir hefur eftir Thomasi að hann bendir á Nikolaj. „Svo fór ég út að pissa, fór í smá göngu í kringum tré. Ég sá stórt hvítt hús. Nikolaj spjallaði við konuna meðan ég var úti. Ég sé að hann keyrir í burtu, ég man ekki hve lengi hann var í burtu. Ég hafði misst eða týnt símanum mínum og gat ekki haft samband við hann.“

Thomas segir Nikolaj hafa verið í burtu með stúlkuna í bílnum í nokkra tíma. Það hafi verið kalt og hann hafi fundið vel fyrir kuldanum. Þetta stangast á við gögn málsins. Fram hefur komið að bíllinn hafi sést í eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kopavogs og Garðabæjar kl. 05.53. Nokkrum mínútum síðar, eða um kl. 06:10, kemur bíllinn svo inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn og stíga báðir skipverjarnir þar úr bílnum. Um klukkan sjö ekur Thomas síðan einn á brott í bílnum og neitar nú fyrir dómi að segja til um hvað hann hafi verið að gera á bílnum til klukkan ellefu sama dag.

Thomas segir að Nikolaj hafi komið einn til baka. „Ég spurði hvar konan væri. Og hann sagði að hún væri rétt hjá og hún ákvað bara að labba heim.“

Ennfremur lýsir Thomas að Nikolaj hafi hegðað sér undarlega. „Nikolaj var búinn að færa sig í farþegasætið. Hann var að nudda hendurnar sínar ... hann var svolítið æstur.“

Sjálfur segist Thomas hafa séð blett í bílnum um morguninn og því ákveðið að þrífa hann. 

Á reiki hjá Thomasi hvort tvær konur voru í bílnum

Framburður Thomasar, þegar kemur að því hvort tvær konur hafi verið í bifreið þeirra, skarast á við framburð vitnis í málinu, vélstjóra á Polar Nanoq. Thomas segir að Nikolaj hafi sagt sér að konurnar væru tvær í bílnum, en samkvæmt vélstjóra á skipinu greindi Nikolaj frá því um borð að hann myndi ekki eftir því að konurnar hefðu verið tvær, en að Thomas hefði sagt svo vera.

Þá segist Thomas hafa verið með klórför á bringunni vegna þess að hann klóri sér svo mikið í svefni.

Því er ljóst að bæði hefur Thomas breytt framburði sínum og svo hefur hann ákveðið að varpa grun á Nikolaj, félaga sinn. 

Nikolaj er nú að bera vitni fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu