Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

100 bestu bækur 21. aldar – íslenski listinn

Dag­blað­ið The New York Times birti ný­ver­ið lista yf­ir 100 bestu bæk­ur 21. ald­ar­inn­ar í til­efni þess að ald­ar­fjórð­ung­ur er senn lið­inn frá upp­hafi henn­ar. Á list­an­um er að finna fjölda skáld­verka sem not­ið hafa vin­sælda með­al ís­lenskra les­enda í ís­lenskri þýð­ingu. Má þar nefna bók­ina Framúrsk­ar­andi vin­kona, fyrstu bók í Napólí-fjór­leik Elenu Ferr­an­te, sem verm­ir 1. sæti list­ans og Slepptu mér aldrei eft­ir jap­ansk-enska rit­höf­und­inn og Nó­bels­haf­ann Kazuo Is­higuro sem sit­ur í 9. sæti hans.

En hverj­ar eru bestu ís­lensku bæk­ur 21. ald­ar­inn­ar?

Leitar þú að lesefni fyrir sólarströndina? Vantar þig eitthvað að gera í rigningunni í sumarfríinu? Þráir þú hvíld frá fréttaflutningi af ástandi heimsmálanna? Leitaðu á náðir bókaskápsins. Eftirfarandi er hugmynd að lista yfir 100 bestu íslensku bækur 21. aldar.

Athugið að listinn er háóvísindalegur eins og allir listar sem leitast við að raða bókum eftir gæðum og aðeins til gamans gerður. Lesendur eru hvattir til að bæta við listann í ummælum á Heimildin.is, lýsa yfir velþóknun á valinu eða mótmæla því.


1. Sextíu kíló af sólskini

Hallgrímur Helgason 2018

Tíunda bók Hallgríms Helgasonar gerist við upphaf 20. aldar þegar síldin og nútíminn hefja innreið sína í íslenskt sjávarþorp. „Magnaður texti og rannsókn á þjóðareðli, þar sem veröld sem var er lýst af miklu listfengi,“ ritaði Ásgeir H. Ingólfsson bókagagnrýnandi. Vakti bókin með mörgum hugrenningatengsl við Laxness. Það skyldi þó ekki vera að þarna fari okkar næsta Nóbelsskáld?


2. Karitas, …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BSE
    Björn Sævar Einarsson skrifaði
    Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson er safn smásagna. Með þakklæti fyrir þennan lista. Guðrún ( kona Björns)
    0
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Listi yfir úrvalsbækur án "Aðventu" Gunnars Gunnarssonar er vægast sagt skrítinn svo ekki sé meira sagt.
    -2
    • Viðar Eggertsson skrifaði
      Þetta er listi yfir bækur sem komu út á 21. öldinni. Aðventa kom út á 20. öldinni.

      Aðventa byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925 sem birtist í fyrsta hefti tímaritsins Eimreiðarinnar árið 1931. Sama ár birti Gunnar Gunnarsson sína gerð þessarar frásagnar í dönsku jólablaði Julesne og nefndi hana Den gode Hyrde. Árið 1939 kom frásögnin síðan út aftur á þýsku og bar titilinn Advent im Hochgebirge og hafði sagan þá tekið á sig þá skáldsagnamynd sem við þekkjum nú sem nóvelluna Aðventu.
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár