Litadýrð á sólríkum degi í miðborginni

Er sumar­ið kom­ið? Svar­ið er já, að minnsta kosti á suð­vest­ur­horn­inu akkúrat þessa stund­ina. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar var á vappi um mið­borg­inni í dag og fang­aði mann­líf­ið.

Litadýrð á sólríkum degi í miðborginni

Miðborgin iðar af lífi og litadýrðin var allsráðandi þegar ljósmyndari Heimildarinnar var á ferðinni um hádegisbil.

Veðurguðirnir verða blíðastir við íbúa höfuðborgarsvæðisins og Sunnlendinga um helgina en búast má við að gestkvæmt á Suðurlandinu um helgina. 

Fremur hæg norðlæg átt eða hafgola verður á landinu á morgun, laugardag, en hiti gæti farið yfir 20 gráðurnar í innsveitum á Suðurlandi. Á Austur- og Norðurlandi er ekki alveg sömu sögu að segja þar sem hiti verður á bilinu fjórar til níu gráður. 

Gæðum sumarsins er misskipt, en borgarbúar njóta þessa stundina eins og sjá má á þessum myndum:

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár