Eldgos hafið og þrír neita að yfirgefa Grindavík

Eld­gos er haf­ið nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík. Neyð­arstigi hef­ur ver­ið lýst yf­ir og Grinda­vík rýmd. „Kviku­gang­ur­inn er að fær­ast nær Grinda­vík­ur­bæ,“ seg­ir í færslu al­manna­varna.

Eldgos hófst nærri Sundhnúkum norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi í dag. Gosið sést á vefmyndavéĺum og virðast vera staðsett norðaustan við Sýlingafell. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Rýming hófst í Grindavík klukkan rúmlega ellefu í morgun eftir að Veðurstofan spáði kvikuhlaupi. Það hófst svo skömmu síðar og í kjölfarið fór gosið af stað. 

„Kvikugangurinn er að færast nær Grindavíkurbæ og viðbragðsaðilar og aðrir sem eru í Grindavík eru beðnir um að vera tilbúnir að yfirgefa bæinn á mjög skömmum tíma,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um stöðuna.  

Lögreglan hefur ekki beitt valdi

Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi voru sömuleiðis rýmd fyrir hádegi í dag og gekk það vel, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. 

„Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík.  Þá dvelja enn þrír íbúar í Grindavík þrátt fyrir tilmæli viðbragðsaðila um að koma sér út úr bænum.  Slík viðbrögð eru ekki til eftirbreytni.  Ekki hefur komið til þess að lögregla hafi beitt valdi í þessum aðgerðum,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum, Úlfari Lúðvíkssyni. 

Golli
Golli

Fluglitakóði hefur verið færður á rautt og neyðarstigi verið lýst yfir.

„Fréttamönnum og blaðamönnum hefur verið hleypt nærri eldstöðvunum í fylgd viðbragsaðila,“ segir í tilkynningunni frá Úlfari.  

„Hamfarasvæðið er að öðru leyti lokað öðrum en viðbragðsaðilum.  Lokunarpóstur er við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og sem fyrr á Nesvegi og Suðurstrandarvegi.“

Nokkur gangur er í gosinu, eins og sjá má á vefmyndavél Vísis

Eldgosið er það sjötta sem hefur orðið á Reykjanesskaganum á tæpu ári. Jarðhræringarnar og gosin á svæðinu hafa haft veruleg áhrif á Grindvíkinga sem hafa ítrekað þurft að yfirgefa heimili sín.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár