Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Við skrifum tónlist saman í myrkrinu

Bassa­leik­ari Vampíru var svo ákveð­inn í að hljóm­sveit­in fengi við­tal í Heim­ild­inni að það var ekk­ert ann­að í stöð­unni en að vinna Mús­íktilraun­ir 2024. Hljóm­sveit­in vann og Heiða Ei­ríks fór á flug með Vampíru sem blast­aði út í kos­mós­ið: „Ekki leyfa blackmetal að deyja, það er bara rétt að byrja.”

Við skrifum tónlist saman í myrkrinu
Sigurvegarar Vampíra sýndi hvað blackmetal getur verið – og vann!

Ég sit fyrir framan Norðurljós áður en fjórða undanúrslitakvöldið hefst. Inn skokkar bassaleikari Vampíru sem komst í úrslitin á þriðja undanúrslitakvöldinu í gær. Hann sest hjá mér og spyr mig fyrst hvað ég sé að lesa og svo fyrir hvern ég sé að skrifa. Ég segi honum það og sýni honum það sem ég hafði sagt um hljómsveitina hans kvöldið áður. Hann er mjög sáttur og lofar að sýna félögum sínum greinina.

Svo fer hann að tala um blackmetal og hvað þeir í Vampíru væru að hugsa um margt og hvort ég gæti ekki tekið viðtal við þá? Ja, ég á að taka viðtal við sigursveitina fyrir Heimildina, en ég hef víst ekki pláss fyrir meira,“ segi ég afsakandi. Þá verðum við bara að vinna,“ segir Reynir Bergmann Guðmundsson mjög einbeittur, og það hljómar næstum því eins og það sé bara formsatriði, svo þeir komist nú í viðtal. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár