Valkyrjurnar vakna
Valkyrjurnar Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Valkyrjurnar vakna

Kolfinna Nikulás­dótt­ir stofn­aði gym-klúbb með nokkr­um vin­kon­um sín­um sem þær kalla Val­kyrj­ur Vakna en einka­þjálf­ar­inn þeirra er ein­mitt Guð­mund­ur Em­il Jó­hanns­son, sem þær kalla Gem­il, sem hef­ur ver­ið að þjálfa karla und­ir for­merkj­un­um Vík­ing­ar vakna. Vin­kon­urn­ar hafa hver sína ástæðu fyr­ir því að vilja ann­ars veg­ar verða sterk­ar og hins veg­ar mæta í rækt­ina þrisvar í viku.

Þær voru fjórar sem vöknuðu þennan morguninn sem valkyrjur og lögðu leið sína í World Class í Vatnsmýrinni til að mæta í „gymmið“ saman. Þær Kolfinna Nikulásdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Rebekka Magnúsdóttir, Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Steiney Skúladóttir mynda Gym-klúbbinn Valkyrjur vakna. Því miður vaknaði Steiney veik þennan morguninn og gat því ekki mætt. En það er æfing aftur eftir tvo daga og aftur í næstu viku, þrisvar sinnum. Ásthildur Úa var svo einbeitt í sínu svo Kolfinna, Blær og Rebekka ræddu við blaðakonu Heimildarinnar um klúbbinn, um karlmennsku og kvenleika, styrk og konur á klúbba-aldri. 

„Konur geta verið víkingar og karlar valkyrjur en við erum Valkyrjurnar. Þegar einhver okkar er ekki mætt á réttum tíma fær sú sama símhringingu frá mér og ég segi: Er ég eina Valkyrjan sem er vöknuð? Þá þurfa hinar bara að drulla sér og drífa sig,“ segir Rebekka Magnúsdóttir, sem gengur á milli tækja …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár