Áfengi er afleitt svefnmeðal

Gunn­ar Her­sveinn, heim­spek­ing­ur og rit­höf­und­ur, og Erla Björns­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur og doktor í svefn­rann­sókn­um, velta fyr­ir sér kost­um og ókost­um áfeng­is­lauss lífs­stíls, að­al­lega kost­um samt. Ann­að þeirra hef­ur til­eink­að sér vín­laus­an lífs­stíl en hitt er með­vit­að um fórn­ar­kostn­að­inn við áfeng­isneyslu. En eitt er víst: Áfengi er af­leitt svefn­með­al.

Áfengi er afleitt svefnmeðal
Áfengislaus lífsstíll Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Gunnar Hersveinn heimspekingur eru sammála um að aukin umræða um áfengisneyslu sé af hinu góða og sjáist það til að mynda á viðbrögðum sem fólk fær sem kýs að lifa áfengislausum lífsstíl. Viðmót til þeirra hefur breyst til hins betra. Mynd: Golli

Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur, hafði leitt að því hugann um árabil að tileinka sér vínlausan lífsstíl. Lífsgildi hafa verið honum hugleikin lengi og með þrjú slík í huga; skýran huga, skapandi hjarta og hraustan heila, ákvað hann að tileinka sér vínlausan lífsstíl. En það tók tíma.  

„Allir eru með sína veikleika og styrkleika. Ég hugsaði að mig langaði að gera ákveðna hluti, skrifa ákveðna bók í framtíðinni. Vín tefur mig, eða tefur áformin. Eins og flestir vita getur maður tapað heilum degi eftir að hafa drukkið. Maður verður kærulausari, þetta tekur allt lengri tíma. Það bitnar líka á vinnu,“ segir Gunnar Hersveinn. Það liðu því nokkur ár áður en hann lét slag standa. 

Áfengi er alltumlykjandi, löngunin nýtur almennrar velvildar í samfélagi þar sem vín er sífellt í boði eins og Gunnar Hersveinn kemst sjálfur að orði. „Allt samfélagið er alkóhóliserað finnst mér, og verður alltaf meira og meira. …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár