Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Kom fyrir ástina en mætti fordómum

„Ras­ismi hef­ur alltaf ver­ið til stað­ar hér,“ seg­ir Achola Otieno, sem hef­ur bú­ið á Ís­landi í að verða 14 ár. Hún finn­ur fyr­ir kerf­is­bundn­um ras­isma og for­dóm­um víða: Í gegn­um niðr­andi texta í söng­lög­um, þeg­ar hún opn­ar dag­blað­ið og sér þar meið­andi orð um hör­unds­dökka í kross­gátu og jafn­vel á fót­bolta­móti.

Kom fyrir ástina en mætti fordómum
Fordómar „Rasismi er kerfisbundinn en við þurfum að setja inn kerfi til þess að vinna gegn honum,“ segir Achola. Mynd: Golli

Rasismi og fordómar gegn fólki sem hefur annað litarhaft en hvítt hafa orðið sýnilegri með tilkomu samfélagsmiðla að mati Acholu Otieno, sem fæddist í Kenía en varð ástfangin af íslenskum manni þegar hún var stödd hér á landi vegna starfa sinna sem flugfreyja. Hún hefur búið hér meira og minna síðan og á nú hér fjölskyldu. 

„Ég kom fyrir ástina,“ segir Achola brosandi. 

Hún varð snemma fyrir fordómum á grundvelli litarhafts en það truflaði hana ekki mikið til að byrja með, þá var hún á bleiku skýi og enn að fóta sig í íslensku samfélagi. Síðan eru liðin þónokkur ár og Achola segir að ekki hafi dregið úr rasismanum. 

„Fordómar eru daglegir,“ segir Achola. „Kannski ekki beint um mig en við fólk sem er með svipaðan bakgrunn. Það er munur á fordómum og kerfisbundnum rasisma. Rasisminn er kerfisbundnari. Hann er í skólabókum, í sjónvarpsþáttum, hjá lögreglunni.“ 

Niðrandi orð í …

Kjósa
62
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Algerlega sammála Báru Halldórsdóttur og Achola Otieno.
    Talandi um utanaðkomandi, við verðum svo mikið ríkari þegar við fáum innspítingu frá hinum stóra heimi til landsins eins og dæmin sanna, ekki bara útsýnið úr framsætinu hjá frægum öku-Þór Alþingis, sem er reyndar með nokkra farþega með sér "úti að aka,, og erum við þó rík fyrir í okkar dásamlega landi spillingarinnar.
    0
  • Bára Halldórsdóttir skrifaði
    Því miður verður þessu kannski sópað til hliðar eins og öðru. Talið ýkjur eða misskilningur. Íslendingar eru asnalega tregir til við að meðtaka gagnrýni á glansmyndina sem þeir hafa skapað. Gott viðtal við greinda konu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár