Rasismi og fordómar gegn fólki sem hefur annað litarhaft en hvítt hafa orðið sýnilegri með tilkomu samfélagsmiðla að mati Acholu Otieno, sem fæddist í Kenía en varð ástfangin af íslenskum manni þegar hún var stödd hér á landi vegna starfa sinna sem flugfreyja. Hún hefur búið hér meira og minna síðan og á nú hér fjölskyldu.
„Ég kom fyrir ástina,“ segir Achola brosandi.
Hún varð snemma fyrir fordómum á grundvelli litarhafts en það truflaði hana ekki mikið til að byrja með, þá var hún á bleiku skýi og enn að fóta sig í íslensku samfélagi. Síðan eru liðin þónokkur ár og Achola segir að ekki hafi dregið úr rasismanum.
„Fordómar eru daglegir,“ segir Achola. „Kannski ekki beint um mig en við fólk sem er með svipaðan bakgrunn. Það er munur á fordómum og kerfisbundnum rasisma. Rasisminn er kerfisbundnari. Hann er í skólabókum, í sjónvarpsþáttum, hjá lögreglunni.“
Talandi um utanaðkomandi, við verðum svo mikið ríkari þegar við fáum innspítingu frá hinum stóra heimi til landsins eins og dæmin sanna, ekki bara útsýnið úr framsætinu hjá frægum öku-Þór Alþingis, sem er reyndar með nokkra farþega með sér "úti að aka,, og erum við þó rík fyrir í okkar dásamlega landi spillingarinnar.