Íslenskir neytendur freyðandi vatns virðast hafa tekið það nærri sér þegar Coca Cola Europacific Partners á Íslandi, sem áður hét Vífilfell, breytti nafni ropvatnsins Topps yfir í Bonaqua, fyrr á þessu ári. Salan á sódavatninu Klaka, sem framleitt er af Rolf Johansen & Co., rauk upp eftir að breytingarnar gengu í gegn að sögn sölustjóra vörumerkisins.
„Við finnum fyrir því að Íslendingar eru ekki ánægðir með þessa breytingu hjá þeim. Bara mjög óánægðir. Sem er mjög gott fyrir okkur,“ segir Brynjar Valsteinsson sölustjóri í samtali við Heimildina.
Klaki er orðið tíu ára gamalt vörumerki. Brynjar segir að það hafi verið að sækja í sig veðrið á markaðinum í samkeppni við risana tvo, Kristal og Topp, ekki síst frá því að fyrirtækið frískaði upp á útlit umbúðanna og hóf að bjóða drykki sína í áldósum fyrir …
Athugasemdir (3)