Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Íslenskir neytendur freyðandi vatns virðast hafa tekið það nærri sér þegar Coca Cola Europacific Partners á Íslandi, sem áður hét Vífilfell, breytti nafni ropvatnsins Topps yfir í Bonaqua, fyrr á þessu ári. Salan á sódavatninu Klaka, sem framleitt er af Rolf Johansen & Co., rauk upp eftir að breytingarnar gengu í gegn að sögn sölustjóra vörumerkisins.

„Við finnum fyrir því að Íslendingar eru ekki ánægðir með þessa breytingu hjá þeim. Bara mjög óánægðir. Sem er mjög gott fyrir okkur,“ segir Brynjar Valsteinsson sölustjóri í samtali við Heimildina. 

KlakiBrynjar Valsteinsson er sölustjóri hjá Rolf Johansen & Co. sem framleiðir Klaka.

Klaki er orðið tíu ára gamalt vörumerki. Brynjar segir að það hafi verið að sækja í sig veðrið á markaðinum í samkeppni við risana tvo, Kristal og Topp, ekki síst frá því að fyrirtækið frískaði upp á útlit umbúðanna og hóf að bjóða drykki sína í áldósum fyrir …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Keypti Topp í bílförmum en mun aldrei kaupa Bonaqua
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það á allt að vera á útlensku, annars gengur það ekki upp.
    0
  • SS
    Stefanía Skarphéðinsdóttir skrifaði
    Löngu hætt að kaupa vatn frá Vífilfelli, enda ekki íslenskt vatn. Held að fólk átti sig ekki á þvi.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár