Everton lenti í „fullkomnum stormi“ kórónuveiru, Úkraínustríðs og rannsóknar á Gylfa Sigurðssyni
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Everton lenti í „fullkomnum stormi“ kórónuveiru, Úkraínustríðs og rannsóknar á Gylfa Sigurðssyni

Í gær voru tíu stig dreg­in af enska úr­vals­deild­arlið­inu Evert­on vegna þess að það tap­aði að­eins hærri upp­hæð en það mátti tapa á þriggja ára tíma­bili. Evert­on tel­ur ensku úr­vals­deild­ina sýna mikla óbil­girni og að ver­ið sé að búa til víti til varn­að­ar úr fé­lag­inu. Á með­an sé stærri fé­lög­um, sem hafi stað­fest fram­ið mun al­var­legri brot og sæti rann­sókn­um vegna mun um­fangs­meiri brota, hlíft.

Enska knattspyrnan getur verið dramatískari en svæsnustu sápuóperur. Leikurinn sjálfur er marglaga tilfinningarússíbani þar sem leikrænir tilburðir, dómgæsla byggð á tækni en samt hlaðin mannlegum mistökum og allt of stór egó með tískuklippingar en gríðarlega hæfileika til að gera listir með bolta bjóða upp á sýningar oft í viku. 

Dramatíkin teygir sig þó langt út fyrir völlinn. Leikmennirnir hafa tekið við hlutverki popp- og rokkstjarna sem helsta fóður slúðurblaða þar sem ástarlíf þeirra og aðrar athafnir eru sífellt undir smásjá. 

Eignarhaldið á ensku liðunum hefur líka tekið stórstígum breytingum á síðustu áratugum. Liðinn er sá tími að velviljaðir meðalstórir verslunarmenn úr nærsamfélaginu haldi um stjórnartaumanna og þess í stað eru komin olíuríki, bandarískir fjárfestingarsjóðir og allskyns nýríkir lukkuriddarar sem langar að spila Football Manager, nema í raunveruleikanum í stað tölvu.

Nýjasti þátturinn í þessari sápu snýst um Everton, sögufrægt félag sem hefur verið í efstu deild lengur en …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er fráleitt að refsa liðum með þessum hætti. Hæpið að þetta hefði skeð ef liðið hefði verið í efsta sæti? Það á að vera úrsláttarkeppni eins og bikarkeppnin, jójóliðin eiga ekki að fá að dandalast í 38 leiki og skemma fyrir þeim betri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár