Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Lagersöluglaðir“ Íslendingar nenna að bíða í röð

„Ís­lend­ing­ar eru lag­er­söluglað­ir,“ segja eig­end­ur tveggja stórra barna­vöru­versl­ana. Tug­ir biðu í röð í skítak­ulda og hvassviðri í Vík­ur­hvarfi ný­lega til að gera góð kaup á merkja­vöru fyr­ir börn. „Til­boð virka, það er ekk­ert nýtt í því,“ seg­ir mark­aðs- og aug­lýs­inga­mað­ur­inn Valli sport.

„Ég ætla að reyna að versla eitthvað á mjög góðu verði. Bara allt sem ég næ í,“ sagði Einína Sif Jónsdóttir þegar blaðamaður Heimildarinnar náði tali af henni í röð fyrir utan lagersölu barnavöruverslananna BíumBíum, rétt áður en lagersalan var opnuð klukkan 11 á föstudagsmorgni. „Að fá þessar fínu vörur á miklu betra verði, það er svona eiginlega númer eitt, tvö og þrjú, að ná einhverju þegar það eru svona mörg börn.“

Einína, sem á þrjú börn, var framarlega í röðinni. Hún er reynslumikil þegar kemur að lagersölum og hefur ekki misst af lagersölu barnavöruverslana síðustu tíu ár. „Ég reyndar var hjá tannlækni í morgun þannig ég var aðeins of sein en þær voru komnar tíu,“ segir Einína og bendir í átt að bílastæðinu þar sem vinkonur hennar voru að hlýja sér í bílnum á meðan hún stendur vaktina. Fyrsti snjór vetrarins, eða haustsins, féll í borginni nóttina áður og …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár