Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stóriðjan í skotlínu skattsins

Á síð­ustu sex ár­um hef­ur eft­ir­lit Skatts­ins gert margra millj­arða króna kröf­ur á hend­ur fjór­um stór­iðju­fyr­ir­tækj­um á Ís­landi, á for­send­um þess að þau hafi flutt hagn­að úr landi fram­hjá skött­um. Bent hafði ver­ið á nauð­syn þess að styrkja eft­ir­lit og bæta lög­gjöf í fjölda ára þeg­ar það var loks­ins gert fyr­ir ára­tug.

Hagnaðarsmygl, sem á ensku kallast profit shifting, er þekkt aðferð alþjóðlegra stórfyrirtækja til að koma hagnaði út úr þeim löndum sem þau starfa í og í hagstæðara skjól fyrir sköttum. Aðferðin byggir á því að stórfyrirtækið kaupir eða selur sjálfu sér vöru eða þjónustu fyrir óeðlilega hátt eða lágt verð, allt til þess að færa ávinning þangað sem minnst eða ekkert þarf að borga af honum í skatt. Með þessu komast alþjóðleg fyrirtæki hjá þeirri skyldu sinni að greiða skatta og leggja til samfélagsins, sem þau raunverulega starfa í.

Þjóðir heims, með OECD í broddi fylkingar, hafa lengi bent á alvarleika málsins og nauðsyn aðgerða. Þess vegna hafa flestar þjóðir breytt lögum og tekið upp hert eftirlit vegna slíkra skattaundanskota sem sögð eru hlaupa á hundruðum milljarða Bandaríkjadala.

Ísland er þar ekki undantekning, nema að því leytinu hve seint gekk að uppfæra lög og færa skattayfirvöldum í hendur tól og …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    27. ágúst 2023 23:27
    Þessi grein er A masterpiece, og við sem vorum ungir þegar Viðreisnarstjornin fell 1971 munum þan ljota viðskilnað sem þeir skildu eftir sig. Kreppa var og mikið af folki hafði fluið land aðarlega til Sviþjoðar i atvinnu leit. Kronan hafði verið feld Trekk i Trekk $ naði hæðstu hæðum eg man að Ford Bronko Bill sem kostaði 220.000 kr 1966 hann kostaði 1971 -650.000 kr Bilar fra USA hættu að koma. Burfellsvirkjun var bygð fyrir erlent Lan Skuldir vegna þess höfðu margfaldast. Alverið i Straumsvik Grædi mikið. Hjörleifur Guttormsson kom i Svonvarp og sagði Þjoðini að 1 mil kostaði i framleiðslu i Burfelli 11 kronur. Þegar það væri komið i Alverið i Straumsvik væri það selt a 7 kronur. Svona viðskipti eru Forkastanleg. Hann var spurður kver borgar Mismun, Honum er velt a Notendur i landinnu. Hann sagði Besta kostin að Rjufa Raforku til Alversins, ef þeir þrauðust við að koma að samninga borðinu. Þetta leit illa ut Islendingar höfðu samið af ser um verð til langs tima. Breskir Endurskoðendur sem serhæfðu sig i Alþjoðasamningum voru raðnir Mogginn for Hamförum og sakaði þetta Breska Felag um vond Vinnubrögði öðru landi. Það kemur fram her i Greinini að framan. Islendingar Unnu Malið. En i Næstu Alvers Samningum hafa Islendingar Samið aftur ILLA Glæpa Auðhringir fa enn að vaða uppi og Ræna Island. Þeim þarf að visa ur landi Okkur vantar Orkuna 80% er selt a lagu verði. STORIÐJA mengar 40% af mengun a ISLANDI.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það voru þeir Davíð og Hjörleifur Guttormsson þáverandi iðnaðarráðherra sem flettu ofan af hátterni eigenda álversins í Straumsvík á sinni tíð.
    ,,Fjörutíu ár eru síðan íslensk stjórnvöld uppgötvuðu að álverið í Straumsvík hafði stundað það að færa hagnað undan sköttum hérlendis. Í ljós kom að súrál sem móðurfélag álversins, Alusuisse, seldi íslenska félaginu til álframleiðslu hér og flutt var inn frá Ástralíu, hafði verið selt á óeðlilega háu verði. Fyrir vikið varð hagnaður álversins hér minni en hafði ella verið, ef markaðsverð hefði verið greitt fyrir súrálið.

    Erlendir sérfræðingar voru fengnir til að rannsaka málið og skila skýrslu, sem á endanum renndi stoðum undir framferði álrisans. Eftir langvinnar deilur var málið sent í gerðardóm í Hollandi, sem úrskurðaði að lokum að Alusuisse skyldi greiða íslenska ríkinu rúmlega einn milljarð króna að núvirði í sekt vegna málsins".

    En vandinn hér á landi er að það hefur aldrei verið neinn einhugur meðal íslenskra stjórnmála-manna um að taka á þessum blessuðu stóriðjufyrirtækjum sem sem fyrir gjafmildi gömlu valdaflokkana gagnvart þessum fyrirtækjum og svo er enn.

    Síðan hafa þessi fyrirtæki hagað sér með svipuðum hætti hér í landi eins og í þróunarríkjunum. Fyrirtækin hafa gjarnan ausið fé í eitt og annað hérlendis, nokkuð sem sumir hafa kallað hreinar mútur. Ekkert hefur verið rannsakað þótt rík ástæða væri til þess.
    3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Þetta er fín grein sem og innlegg Kristbjörns Árnasonar. Sá sem rannsakaði viðskiptahætti Alusuisse hét Elías Davíðsson en ekki Davíð. Elías hafði sterkan grun um að álverið í Straumsvík væri að kaupa súrál og önnur aðföng á uppsprengdu verði. Það kom svo á daginn. Sú uppgötvun varð til þess að málflutningur Alusuissse um að þeir gætu ekki greitt skatta og eðlilegt raforkuverð vegna lélegrar afkomu varð hjákátlegur. Búið var að sanna að álverið í Straumsvík var ekki ómagi á fyrirtækinu heldur gullkista. Þetta nýtti Hjörleifur sér og þrátt fyrir það að pólitískir andstæðingar hans hafi ekki viljað styggja fyrirtækið, varð ekki aftur snúið. Alusuisse hafði verið staðið að svikum og alvarlegum samningsbrotum. Fyrirtækið neyddist því fljótlega til þess að samþykkja hækkun á raforkuverði, svo aftur hækkun og enn aftur. Þótt skatttekjurnar af fyrirtækinu hafi aukist um tíma munaði margfalt meira um tekjurnar af hækkun raforkuverðsins. Þrautseigja Elíasar Davíðssonar skilaði þannig ríkissjóði gífurlegum tekjum. Við eigum honum mikið að þakka
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stóriðjan í skotlínu skattsins

Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu
GreiningStóriðjan í skotlínu skattsins

Skatt­ur­inn stend­ur yf­ir lík­inu af Kalk­þör­unga­fé­lag­inu

Skatt­ur­inn er á góðri leið með að stórsk­aða at­vinnu­líf á Bíldu­dal og skilja Súð­vík­inga eft­ir með skuld­ir og sárt enn­ið, með óbil­girni, tudda­skap og af ann­ar­leg­um hvöt­um. Um þetta opn­aði fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is sig fyr­ir full­um sal í Hörpu á dög­un­um. Að fund­in­um stóðu skatta­ráð­gjaf­ar með stuðn­ingi alls at­vinnu­lífs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár