Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég er gegnsæ

Segja má að fer­ill Huldu Vil­hjálms­dótt­ur hafi byrj­að þeg­ar hún var stelpa í sveit, um­lukin nátt­úru. Í verk­um sín­um leik­ur hún með nátt­úr­una og um leið birt­ing­ar­mynd henn­ar í mann­eskj­un­um. Þessa dag­ana, þang­að til 12. ág­úst, er hún með einka­sýn­ingu í List­vali. Yf­ir­skrift­in er: Ég er gegn­sæ.

Náttúran blés Huldu í brjóst að lifa í list og á heimasíðu hennar má lesa að pabbi hennar hafi verið fyrstur til að eygja hæfileika hennar, hann keypti handa henni pensla og bók um list til að hvetja hana áfram. Hann sagði henni sögur um fjöllin en Hulda byrjaði snemma að kanna þau í gegnum listina og líka árnar og sjóinn.

Hún kafaði svo djúpt að það rann upp fyrir henni að kröftug form og hreyfingar náttúrunnar spegluðu líkama konu og persónu. Hún var einnig innblásin af dagbók móður sinnar sem hún hafði skrifað nokkrum árum áður en hún lést. Hið skrifaða orð er Huldu eiginlegt. Hún skrifar lítil ljóð og sækir innblástur í daginn, frá degi til dags.

Hér þarf ekki að taka fram að Hulda er einstakur listamaður og mig hefur langað í verk eftir hana síðan ég heyrði fyrst um hana, í árdaga alls, þegar við vorum …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár