Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Losun fólgin í því að ganga öskrandi

Lísa Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir forð­að­ist Druslu­göng­una þeg­ar hún var ung­ling­ur. Henni fannst stuð­andi að vera um­kringd um­ræðu um kyn­ferð­isof­beldi, enda hafði hún ít­rek­að ver­ið beitt slíku of­beldi. En um helg­ina mun Lísa ganga hróp­andi og kallandi nið­ur Skóla­vörðu­stíg­inn og Banka­stræt­ið, um­kringd fólki sem hef­ur einnig ver­ið beitt of­beldi, eða vill sýna þo­lend­um stuðn­ing.

Losun fólgin í því að ganga öskrandi
Kraftur í göngunni „Mér finnst mikill galdur fólginn í því að fá að vera svolítið reið en gleðjast líka yfir því að vera ekki ein,“ segir Lísa. Mynd: Anoop A Nair

Í rólegum hliðarherbergjum á bar í Bankastræti opnar fólk sig um ofbeldi sem það hefur kannski aldrei talað um áður. Það mætir opnum eyrum annarra, eyrum sem skilja. Þetta er ekki endilega fólk sem þekkist nokkuð. En það á særindin sameiginleg og það skilur hvert annað. 

Það eru svona augnablik sem verða til á peppkvöldum Druslugöngunnar árlega. Slíkt kvöld var haldið í gær og gangan sjálf fer fram á morgun. Hún hefst með varningssölu klukkan 13 við Hallgrímskirkju, og gengið er af stað klukkan 14. 

Lísa Margrét Gunnarsdóttir er ein af þeim sem koma að skipulagningu Druslugöngunnar í ár. Eins og mörg önnur sem taka virkan þátt í að skipuleggja gönguna hefur hún persónulega reynslu af ofbeldi. 

„Ég var misnotuð sem barn, sem unglingur og ég hef upplifað ofbeldi í sambandi,“ segir Lísa. 

Á unglingsárunum forðaðist hún gönguna.

„Mér fannst vont að mæta í hana, mér fannst triggerandi að …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár