Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Matti“ sendur úr landi þó vegabréfið segi hann barn

Mahdi Rahimi var 13 ára þeg­ar hann lagði af stað frá Af­gan­ist­an eft­ir að fað­ir hans var myrt­ur. Fjór­um ár­um síð­ar var hann kom­inn til Ís­lands, al­einn. Hann lærði ís­lensku í Flens­borg og fór á fót­boltaæf­ing­ar hjá Hauk­um. Sam­kvæmt grísku vega­bréfi er hann enn barn. Út­lend­inga­stofn­un seg­ir hann full­orð­inn. Nú hef­ur hún vís­að hon­um úr landi.

„Ég heiti Mahdi, ég er frá Afganistan,“ segir Mahdi Rahimi með nánast óaðfinnanlegum íslenskum framburði við blaðamann og brosir feimnislega. Snædís Baldursdóttir, kennari við Flensborg sem kallar Mahdi Matta, kenndi honum orðin sem nú finna sér svo farsæla leið út í andrúmsloftið. 

En þau verða honum ekki til mikils gagns á næstunni. Honum hefur verið vísað úr landi, jafnvel þó að hann sé – samkvæmt grísku vegabréfi sem hann sýndi blaðamanni – enn 17 ára gamall og því fylgdarlaust barn. 

Útlendingastofnun tekur ekki mark á vegabréfi Mahdis. Hún taldi vafa á því að Mahdi væri barn og sendi hann því í aldursgreiningu á tönnum. Var niðurstaða greiningarinnar sú að hann væri 18 ára.

Faðirinn myrtur í Afganistan

Ferðalag Mahdis hófst árið 2018. Þá var hann þrettán ára gamall. Ekki löngu áður hafði faðir hans verið myrtur í Afganistan.

„Ég veit ekki af hverju,“ segir Mahdi. „Eitt kvöld sat ég …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár