„Ég heiti Mahdi, ég er frá Afganistan,“ segir Mahdi Rahimi með nánast óaðfinnanlegum íslenskum framburði við blaðamann og brosir feimnislega. Snædís Baldursdóttir, kennari við Flensborg sem kallar Mahdi Matta, kenndi honum orðin sem nú finna sér svo farsæla leið út í andrúmsloftið.
En þau verða honum ekki til mikils gagns á næstunni. Honum hefur verið vísað úr landi, jafnvel þó að hann sé – samkvæmt grísku vegabréfi sem hann sýndi blaðamanni – enn 17 ára gamall og því fylgdarlaust barn.
Útlendingastofnun tekur ekki mark á vegabréfi Mahdis. Hún taldi vafa á því að Mahdi væri barn og sendi hann því í aldursgreiningu á tönnum. Var niðurstaða greiningarinnar sú að hann væri 18 ára.
Faðirinn myrtur í Afganistan
Ferðalag Mahdis hófst árið 2018. Þá var hann þrettán ára gamall. Ekki löngu áður hafði faðir hans verið myrtur í Afganistan.
„Ég veit ekki af hverju,“ segir Mahdi. „Eitt kvöld sat ég …
Athugasemdir