Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.

Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 28,4 prósent samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan í lok apríl 2009, eða í fjórtán ár. Flokkurinn hefur bætt við sig 18,5 prósentustigum frá síðustu kosningum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndi Samfylkingin fá 20 þingmenn og verða langstærsti flokkur landsins. Það er 14 þingmönnum meira en flokkurinn hefur í dag. Frá því að Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð í fyrrasumar hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist um 14,7 prósentustig. 

Þrír aðrir flokkar hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabils, en síðast var kosið í september 2021. Píratar mælast nú með 10,1 prósent fylgi, sem er 1,5 prósentustigi meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Það myndi þó ekki duga til að bæta við sig þingmönnum. Þeir yrðu áfram sex líkt og nú er.

Miðflokkurinn fær sína bestu mælingu það sem af er kjörtímabili með 6,9 prósent fylgi. Það er 1,5 prósentustigi meira en flokkurinn fékk síðast þegar talið var upp úr kjörkössunum. Þingflokkur Miðflokksins myndi tvöfaldast ef þetta fylgi skilaði sér í kosningum og telja fjóra þingmenn. Þeir fengu þrjá kjörna í september 2021 en Birgir Þórarinsson yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk tveimur vikum eftir kosningarnar og bar fyrir að traust milli hans og forystu flokksins hefði brostið. 

Sósíalistaflokkur Íslands, sem náði ekki inn manni haustið 2021, mælist með 4,9 prósent fylgi og fengi tvo kjördæmakjörna þingmenn en næði ekki yfir fimm prósent þröskuldinn sem þarf til að fá jöfnunarmann. Það er 0,8 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. 

Áframhaldandi hrun hjá stjórnarflokkunum

Sá flokkur sem hefur tapað mestu fylgi það sem af er kjörtímabili er sigurvegari síðustu kosninga, Framsóknarflokkurinn. Hann mælist með 10,2 prósent fylgi sem er 7,2 prósentustigum minna en flokkurinn fékk fyrir 20 mánuðum síðan. Þingmönnum hans myndi fækka úr 13 í sex ef kosið yrði í dag. 

Vinstri græn mælast með minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með, 5,7 prósent. Það er auk þess í fyrsta sinn sem fylgi Vinstri grænna, sem leiða sitjandi ríkisstjórn, fer undir sex prósentustiga markið. Alls hefur flokkurinn tapað 6,9 prósentustigum á kjörtímabilinu, eða 55 prósent af fylgi sínu. Fylgi hans hefur ekki náð tveggja stafa tölu í mælingum Gallup í 13 mánuði. Núverandi fylgi myndi skila Vinstri grænum þremur þingmönnum, eða jafnmörgum og ráðherrar flokksins eru í dag. Það er fimm færri en sitja nú í þingflokki Vinstri grænna. Flokkurinn mælist nú sá sjöundi stærsti á þingi, en var þriðji stærstur eftir síðustu kosningar. 

Sjálfstæðisflokkurinn tapar rúmu prósentustigi milli mánaða og mælist nú með 20,8 prósent fylgi. Það er 3,6 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í september 2021. Þingmönnum hans myndi fækka úr 17 í 15 við þessa niðurstöðu en, líkt og áður sagði, fékk flokkurinn einn viðbótarþingmann eftir kosningarnar þegar Birgir Þórarinsson skipti um lið. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram sem áður sá stjórnarflokkur sem tapar minnstu á stjórnarsamstarfinu. Ef núverandi mæling myndi skila sér upp úr kjörkössunum væri samt sem áður um að ræða verstu niðurstöðu flokksins frá upphafi.

Samanlagt mælast ríkisstjórnarflokkarnir með 36,7 prósent fylgi, sem er 17,6 prósentustigum minna en þau 54,3 prósent sem þeir fengu í síðustu kosningum. Þeir myndu fá 24 þingmenn ef kosið yrði í dag en eru nú með 38. Þingmönnum þeirra myndi því fækka um tæp 37 prósent. Sameiginlegt fylgi þeirra hefur aldrei mælst minna síðan að þeir tóku fyrst við síðla árs 2017. 

Sama er að segja um stuðning við ríkisstjórnina. Hann mælist nú 37 prósent, en hann fór í fyrsta sinn undir 40 prósent í síðasta mánuði síðan að ríkisstjórnin tók við fyrir síðla árs 2017. Í fyrstu mælingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem birt var í desember það ár, sögðust 74,1 prósent styðja ríkisstjórnina. Frá þeim tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina helmingast.

Hægt að mynda mið-vinstristjórn

Tveir stjórnarandstöðuflokkar hafa tapað fylgi á kjörtímabilinu. Viðreisn mælist nú með 7,6 prósent en fékk 8,3 prósent í síðustu kosningum. Þingflokkurinn myndi minnka um einn ef kosið yrði í dag og telja fjóra. Flokkur fólksins hefur tapað 3,4 prósentustigum og mælist með 5,5 prósent fylgi. Þingmannafjöldi flokksins myndi helmingast, fara úr sex í þrjá. 

Alls níu flokkar myndu ná inn á þing miðað við niðurstöðu könnunar Gallup og einungis ein tveggja flokka stjórn yrði fræðilega möguleg, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Kristrún Frostadóttir sagði hins vegar í nýlegu viðtali við Morgunblaðið að stefna Sjálfstæðisflokksins væri þannig að afar erfitt yrði að fara með þeim í ríkisstjórn. Hugur hennar standi til að setja á laggirnar mið-vinstri stjórn eftir næstu kosningar. Slík stjórn er möguleg samkvæmt könnuninni. Samfylkingin gæti myndað þriggja flokka stjórn með eins manns meirihluta ef hún næði saman við Framsóknarflokkinn og Pírata um samstarf. Þessir flokkar gætu bætt Viðreisn við og ýtt meirihlutanum upp í 36. Miðjuflokkarnir þrír gætu líka horft til Vinstri og bætt Vinstri grænum við í staðinn til að ná 35 manna meirihluta eða Sósíalistaflokknum, en þá myndi meirihlutinn telja 34. 

Könnunin var gerð dagana 2.–31. maí og voru þátttakendur valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup. Heildarúrtak var 10.316 en þátttökuhlutfall 48,2 prósent. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,1–1,4 prósent.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Hin varkára gagnsókn Úkraínu
MyndirÁ vettvangi í Úkraínu

Hin var­kára gagn­sókn Úkraínu

Gagn­sókn Úkraínu gegn Rúss­um hófst ekki sem skyldi. Áhlaup á varn­ar­lín­ur Rússa mis­fórst og mik­ið af bún­aði tap­að­ist. Í kjöl­far­ið var grip­ið til vara­áætl­un­ar, sem er var­færn­ari. Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar í Úkraínu hef­ur þrætt sig með­fram víg­lín­unni und­an­far­ið.
Froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám ekki glæsileg framtíðarsýn
FréttirLaxeldi

Frosk­menn með skut­ul­byss­ur að sulla í ám ekki glæsi­leg fram­tíð­ar­sýn

Mat­væla­ráð­herra seg­ir það „þyngra en tár­um taki“ að fylgj­ast með slysaslepp­ingu úr sjókvía­eldi af þeirri stærð­ar­gráðu eins og átti sér stað í Pat­reks­firði. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar seg­ir dap­ur­leg­ast við frétt­ir eins og þess­ar að þær eiga ekki að koma nein­um á óvart.
Eins manns harmleikur er annars afþreying
Viðtal

Eins manns harm­leik­ur er ann­ars af­þrey­ing

Inga Kristjáns­dótt­ir er ókrýnd saka­mála­hlað­varps­drottn­ing Ís­lands. Í sum­ar fór hún til Banda­ríkj­anna og stund­aði myrka ferða­mennsku þeg­ar hún heim­sótti með­al ann­ars heim­ili Ted Bun­dy og var við­stödd fyr­ir­töku í máli grun­aðs morð­ingja í Ida­ho. Hún seg­ist skilja þau sem furða sig á því hvernig hún geri af­þrey­ingu úr harm­leik annarra en seg­ir þetta allt snú­ast um for­vitni og að segja sög­ur.
Þrjár 19 ára stelpur stofnuðu eitt efnilegasta fótboltalið landsins
Fréttir

Þrjár 19 ára stelp­ur stofn­uðu eitt efni­leg­asta fót­boltalið lands­ins

„Við höfð­um ekki eft­ir neinu að bíða,“ seg­ir knatt­spyrnu­kon­an og lög­fræð­ing­ur­inn Jór­unn María Bachmann Þor­steins­dótt­ir, ein þeirra ungu kvenna sem krafð­ist þess að stofn­að­ur yrði meist­ara­flokk­ur kvenna í fót­bolta hjá Gróttu. Lið­ið keppti ný­ver­ið í úr­slita­leik um sæti í Bestu deild kvenna, að­eins átta ár­um eft­ir stofn­un.
Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
Fögnum ágæti og fjölbreytileika í tæknigeiranum okkar
Alondra Silva Muñoz
Aðsent

Alondra Silva Muñoz

Fögn­um ágæti og fjöl­breyti­leika í tækni­geir­an­um okk­ar

For­stjóri Women Tech Ice­land skrif­ar um mik­il­vægi þess að kon­ur knýi fram fram­far­ir í tækni­drifn­um heimi nú­tím­ans, þrátt fyr­ir við­v­arn­andi kynjamun í geir­an­um.
„Ég held að það sé mikilvægt að sveitarfélagið standi ekki í skuld við fyrirtæki“
FréttirLaxeldi

„Ég held að það sé mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lag­ið standi ekki í skuld við fyr­ir­tæki“

Ásrún Mjöll Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­kona VG í Múla­þingi, seg­ir að það sé mik­il­vægt að sett­ar verði regl­ur á sveita­stjórn­arstig­inu um gjaf­ir frá fyr­ir­tækj­um. Ný­lega gaf Fisk­eldi Aust­fjarða 6 til 8 millj­óna króna gjöf í formi meng­un­ar­varna til Seyð­is­fjarð­ar­bæj­ar. Yf­ir­hafn­ar­vörð­ur seg­ir mál­ið ver­ið storm í vatns­glasi þar sem höfn­in hafi upp­haf­lega ætl­að að kaupa bún­að­inn af Fisk­eldi Aust­fjarða.
Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
FréttirNeytendamál

Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Fréttir

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hætt­ir og byrj­ar aft­ur í fjórða sinn að kanna eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.
Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum
Viðtal

Lesa stund­um en eiga erfitt með að minnka tíma á sam­fé­lags­miðl­um

Fjór­ir nem­end­ur í Haga­skóla svara sömu spurn­ing­um og lagð­ar eru fyr­ir í Ís­lensku æsku­lýðs­rann­sókn­inni og skýra hvað ligg­ur að baki svör­un­um. Ragný Þóra Guðjohnsen, fag­leg­ur stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar og lektor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar af­ger­andi.
„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“
Viðtal

„Mun­um aldrei mæta allri orku­þörf allra“

Ef ekki verða sett lög um for­gang al­menn­ings að orku verð­ur hon­um smám sam­an þrýst út af orku­borð­inu og þá stund­um of­an í ol­íu­tunnu. Því þótt borð­ið svigni vissu­lega af end­ur­nýj­an­legri orku verð­ur það alltaf tak­mark­að að stærð. Nú þeg­ar eft­ir­spurn­in hef­ur marg­fald­ast og sal­an auk­ist er gott að hugsa um „orku­skort hverra“ og þá stað­reynd að al­menn­ing­ur not­ar að­eins um 5 pró­sent raf­orkunn­ar, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. „Því þetta verð­ur alltaf val – hversu mik­ið þú ætl­ir að selja og í hvað.“
Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
FréttirLaxeldi

Fisk­eldi Aust­fjarða gaf Seyð­is­firði 6 til 8 millj­óna króna gjöf

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Múla­þingi hafa spurt spurn­inga um gjöf­ina frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fisk­eldi Aust­fjarða þarf að fá íbúa Múla­þings í lið með sér ef það á að verða af lax­eld­is­áform­um fyr­ir­tæk­is­ins í Seyð­is­firði.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.