Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Óljóst hvað tekur við eftir hamfarir

Flótta­manna­búð­ir Ró­hingja eru nær gjör­eyði­lagð­ar eft­ir að felli­byl­ur gekk yf­ir Búrma og Bangla­dess í vik­unni.

Óljóst hvað tekur við eftir hamfarir

Stúlka nælir sér í vatn í Basara-flóttamannabúðunum í Sittwe í Rakhine-ríki í Búrma eftir að fellibylurinn Mocha olli gríðarmikilli eyðileggingu. Að minnsta kosti 41 lést þegar fellibylurinn gekk yfir Búrma og Bangladess í vikunni með miklum flóðum. Óttast er að mun fleiri hafi farist. 

Vindhraði náði 58 metrum á sekúndu í flóttamannabúðunum sem urðu fyrir miklum skemmdum. Litla stúlkan er Róhingi og tilheyrir því minnihlutahópi sem rekur sögu þjóðar sinnar aftur um aldir í Búrma en stjórnvöld viðurkenna Róhingja ekki sem eitt 135 þjóðarbrota í landinu, heldur teljast Róhingjar ólöglegir innflytjendur. 

Fimm ár eru liðin frá því að yfir 700 þúsund Róhingjar fóru frá Búrma til Bangladess. Róhingjar eru einn ofsóttasti minnihlutahópur heims samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, sem hafa lýst því yfir að hernaðaryfirvöld í Búrma stundi þjóðernishreinsanir gegn Róhingjum og telst það glæpur gegn mannkyni. 

Róhingjar sem búa í flóttamannabúðunum í Sittwe leituðu skjóls í klaustrum, musterum og skólum. Björgunarsveitir …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu