Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bílaleigubíll sjö sinnum dýrari á Íslandi en á Kanarí

Tug­þús­unda mun­ur er á verði á bíla­leigu­bíl­um milli mis­mun­andi bíla­leiga hér á landi. Þá er marg­fald­ur mun­ur á leigu­verði á Ís­landi ann­ars veg­ar og nokkr­um vin­sæl­um áfanga­stöð­um Ís­lend­inga er­lend­is hins veg­ar.

Bílaleigubíll sjö sinnum dýrari á Íslandi en á Kanarí

Töluverður verðmunur er á því að leigja bíl hér á landi eftir því hvaða bílaleigu skipt er við. Heimildin kannaði hvað myndi kosta að leigja bíl í vikutíma eftir miðjan júní hér á landi. Í öllum tilfellum var leigutíminn frá 16. til 23. júní og bílarnir teknir og þeim skilað á Keflavíkurflugvelli á hádegi. Kannað var verð hjá fjórum umsvifamestu bílaleigum landsins og leitað eftir ódýrasta bílnum og ódýrasta rafmagnsbílnum. Í öllum tilvikum var um að ræða ótakmarkaðan kílómetrafjölda í akstri.

54
þúsund krónur
reyndist ódýarasti íslenski bílaleigubíllinn

Ódýrasta bílinn var að fá hjá Blue Car en þar kostaði vikuleigan 79 þúsund krónur. Af bílaleigunum fjórum var það Hertz sem mest rukkaði fyrir ódýrasta bílinn, 108 þúsund krónur. Rétt er að geta þess að vafalítið er hægt er að fá ódýrari leigu hjá öðrum bílaleigum, og raunar fannst dæmi um slíkt. Ódýrasta leigan sem fannst með því að leita á …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár