Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nauðgað eftir að hann kom út sem trans maður

Orm­ur Guð­jóns­son fædd­ist í lík­ama stúlku og var gef­ið nafn­ið Dag­björt. Einelti og van­líð­an ein­kenndu grunn­skóla­ár­in og 16 ára fór hann á þung­lynd­is- og kvíða­lyf. Hefði hann bara vit­að að til væru trans menn hefði hann kom­ið fyrr út úr skápn­um sem slík­ur. Eft­ir að hann kom út sem karl­mað­ur lenti hann í nauðg­un sem hef­ur lit­að síð­ustu ár. Nú dreym­ir hann um að fara aft­ur út á vinnu­mark­að og eign­ast timb­ur­hús.

Ormur Guðjónsson fæddist í líkama stúlku og var gefið nafnið Dagbjört. Fyrsta æskuminningin er frá maskadegi, sem flestir þekkja sem öskudag, á Ísafirði, þar sem hann bjó. Hann var á leikskólaaldri, fjögurra eða fimm ára gamall, og langaði svo til að vera Indiana Jones. „Ég fékk kúrekahatt sem pabbi átti. Hann átti líka smink og notaði svamp til að setja á mig skeggrót. Ég var ógeðslega krúttlegur Indiana Jones. Fæstar stelpur vilja vera Indiana Jones, sem gefur kannski hugmynd um að ég var ekkert stelpa.“

Einhverju sinni var hann fyrir sunnan og fór út á leikvöll þar sem hann hitti ókunnuga krakka. Þeir spurðu hvað hann héti og hann svaraði um hæl: „Gústaf.“

Fjölskyldan flutti til Akureyrar þegar Ormur var sjö ára. Hann lýsir því hvernig eineltið litaði öll hans grunnskólaár. „Ég byrjaði í fyrsta bekk í grunnskólanum á Ísafirði en eftir ár fékk pabbi vinnu á Akureyri …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár