Hún hefur skrifað pistla um rússneskt samfélag og stríðið fyrir RÚV en hún skrifaði líka ljóðabók sem heitir Máltaka á stríðstímum og hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.
Í síðasta bókablaði Stundarinnar sagði bókmenntagagnrýnandinn Páll Baldvin Baldvinsson þessa fyrstu ljóðabók hennar vera afrek; svo þroskað sem verkið væri í orðfæri og hugsun á lærðu máli fjarlægu orðstofni skáldsins. Jafnframt sagði hann hana brjóta blað með þessu byrjendaverki sínu og færa okkur frábært safn sem auðgi ljóðheim þeirra sem njóta vilji góðs skáldskapar.
Þess má geta að ljóðabókin er fagurlega hannaður gripur, eins og umslag utan um bréf. Í rauninni bókverk ekki síður en ljóðabók.
Strax og ég las greinarnar hennar á RÚV, beinskeyttar en þrungnar tilfinningu, langaði mig að tala við hana. Og hef færi á því nú. Hún er ljóðskáld og ég með þá afsökun að skálda bókablað.
Ég las bókina tvisvar áður en við hittumst á Kaffi Rósenberg; í …
Athugasemdir