Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.

Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er

„Samfélagið þarf að ræða um vændi sem ofbeldið sem það er.“ Eva Dís Þórðardóttir lagði sjálfa sig að veði þegar hún steig fram árið 2016 og lýsti eigin reynslu, í von um að vekja samfélagið til vitundar um alvarleika afleiðinga vændis. Það gerði hún vegna þess að það lifa ekki allir afleiðingarnar af. Kona sem var með henni í Svanahóp Stígamóta svipti sig lífi áður en hópastarfinu var lokið. Fleiri sem hún hafði kynnst á þessari vegferð voru látnir. Þessi reynsla hafði djúpstæð áhrif á hana og varð til þess að hún ákvað að stíga fram, í von um að ná til fólks í slíkri vanlíðan. Kannski vegna þess að áður hafði hún misst föður sinn í sjálfsvígi. 

Missti föður í sjálfsvígi

„Ef ég gæti komið í veg fyrir að ein kona myndi fyrirfara sér og fara frekar …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár