Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gæslan getur ekki tryggt öryggi

Skort­ur á fjár­mun­um til að manna áhafn­ir þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar veld­ur því að ör­yggi er ekki tryggt og treysta þarf á að flug­menn hlaupi til úr frí­um. Stjórn­völd hafa ver­ið upp­lýst um stöð­una ár­um sam­an. Björn Brekk­an Björns­son, einn reynd­asti flug­stjóri Gæsl­unn­ar, seg­ir starfs­fólk vera orð­ið þreytt á því.

Gæslan getur ekki tryggt öryggi
Ekki hægt að stóla á menn í fríum Björn Brekkan Björnsson, einn reyndasti þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ekki sé hægt að búa við það að þyrlur Gæslunnar séu ekki mannaðar sem skyldi. Ótækt sé að treysta á að hægt sé að manna vaktir með Mynd: Stundin / Davíð Þór

Ekki er hægt að tryggja að aðstoð þyrluflugsveitar Landhelgisgæslunnar berist sjófarendum eða öðrum þeim sem á þurfa að halda hér á landi sökum þess að ekki fæst fjármagn frá ríkisvaldinu til að manna þyrlurnar svo vel sé. Treyst er á að flugmenn Gæslunnar séu tilbúnir að hlaupa til úr vaktafríum og orlofum til að bjarga málum þegar veikindi eða önnur atvik koma upp. Þá er ekki tryggt að læknir sé alltaf í áhöfn þyrlnanna. Einn reyndasti flugstjóri Gæslunnar segir að svona sé ekki hægt að halda áfram, ekki sé hægt að stóla á að endalaust sé hægt að ræsa menn úr fríum.

Ekki hægt að bregðast við bílslysi

Viðbragðsgeta Gæslunnar er af þessum sökum takmörkuð og dæmi eru um að allar þyrlur hennar séu tiltækar en ekki áhafnir til að manna þær. Í byrjun þessa mánaðar komu í tvígang upp tilvik af þessu tagi. Fyrst hinn 10. maí þegar alvarlegt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár