Hillbilly situr með Eggerti Péturssyni á vinnustofunni í kjallaranum á heimili hans. Þar eru alls kyns gersemar á að líta, málverk í vinnslu, bækur og fínasta plötusafn og spilari í stíl. Stór og kraftmikil mynd á veggnum af mosabreiðu og í augnablik skynjar augað ekkert annað en hana. „Þetta er bara dýjamosi,“ segir Eggert. Liturinn er stórfenglegur að mati Hillbillyar, og hefur svipuð áhrif og að sjá regnvotan dýjamosa sem breiðir sig yfir hraunið í náttúrunni. Skærlímónulitaður líkt og fótósjoppaður sé. Myndin sogar mann inn í sig og maður týnir sér í öllum smáatriðunum. Hundruðum blóma sem vaxa í dýjamosa. „Verkið er alveg satt og rétt,“ segir Eggert. Hillbilly veltir því fyrir sér hvort það sé mikilvægt fyrir Eggert að mála myndirnar vistfræðilega rétt. „Ekkert endilega,“ svarar Eggert, „það er enginn dýjamosi í þessari mynd í raun og veru. Þetta er bara málverk, erfitt verk. Ég kalla það Græna skrímslið.“ …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Með blóm á heilanum: Græna skrímslið hans Eggerts
Stór og kraftmikil mynd af mosabreiðu er til sýnis á Kjarvalsstöðum. Liturinn er stórfenglegur og hefur svipuð áhrif og að sjá regnvotan dýjamosa sem breiðir sig yfir hraunið í náttúrunni. Skærlímónulitaður líkt og fótósjoppaður sé. Myndin sogar þig inn í sig og þú týnir þér í öllum smáatriðunum. Hundruðum blóma sem vaxa í dýjamosa. „Ég kalla það Græna skrímslið.“
Athugasemdir