Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kína lætur skína í tennurnar

Kín­verski drek­inn er far­inn að bíta frá sér. Spáð er yf­ir­vof­andi stríðs­átök­um Kín­verja og Banda­ríkj­anna.

Kína lætur skína í tennurnar
Maðurinn í miðið Xi Jinping, æðstráðandi í Kína, klappar ásamt öðrum fulltrúum kínverska Kommúnistaflokksins breyttum kosningalögum í Hong Kong 10. mars síðastliðinn. Mynd: NICOLAS ASFOURI / AFP

Harðorð yfirlýsing um Ísland er ein birtingarmynd breyttrar utanríkisstefnu Kínverja. Harðlínumenn innan Kommúnistaflokksins virðast hafa náð undirtökunum og reka sífellt harðari stefnu jafnt innanlands sem utan. Kínversk stjórnvöld ógna nágrönnum sínum, hafna allri gagnrýni vegna mannréttindabrota og ætla sér að kollvarpa núverandi skipulagi alþjóðamála að mati sérfræðinga.

Í júlí á þessu ári verða liðin 100 ár frá stofnun kínverska Kommúnistaflokksins. Stofnmeðlimir voru aðeins um fimmtíu talsins og hittust í gömlu og hrörlegu húsi í Sjanghæ. Innan við þremur áratugum síðar var þessi félagsskapur búinn að sölsa undir sig öll völd í þessu fjölmennasta ríki heims, reka burt innrásarlið Japana og stofna kommúnistastjórn byltingarleiðtogans Mao Zedong. 

Til að skilja stöðu Kommúnistaflokksins í kínversku samfélagi, bæði þá og nú, er nauðsynlegt að átta sig á því sem á undan hafði gengið. Kínverjar tala um tímabilið frá 1839 til 1949 sem ‘Öld niðurlægingarinnar’ og líta á það sem eitt sorglegasta tímabil þessarar mörg …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár