Nýtt efni

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins
Þormar Melsted uppgötvaði nýja tegund af ást þegar hann eignaðist barn. En það að verða faðir segir hann vera það besta sem hann hafi gert.

Náttúruhlaup gefa orku og vellíðan
Sigurður Konráðsson er áttfaldur Laugavegshlaupari. Hann fór fyrst eftir sextugt.

Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum
Á dögunum birtist listi með bókameðmælum fyrir sumarið í bandarískum dagblöðum. Tíu af fimmtán bókum listans eru ekki til en gervigreind var notuð til að semja hann.

„Tíminn er á þrotum“
Fjöldi fólks kom saman fyrir utanríkisráðuneytið í morgun á mótmælum sem Félagið Ísland-Palestína boðaði til eftir að að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að á næstu 48 klukkustundum mætti gera ráð fyrir að 14 þúsund börn verði hungurmorða á Gaza.


Espen Barth Eide
Norrænt-baltneskt afl
Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, skrifar um mikilvægi samstarfs Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Nú þegar NATO-ríki umvefja Eystrasalt úr öllum áttum sé hægt að hugsa varnir og öryggi með öðrum hætti en áður.

Það eru engar hljóðlausar nætur lengur
„Hungrið er aðeins hluti af martröðinni,“ skrifar Yousef Altawil sem er 26 ára læknanemi frá Gaza.

Draumar, huldufólk og rökkrin: Þjóðsagnir íslenskra kvenna
Gestur þáttarins er Júlíana Þóra Magnúsdóttir doktor í þjóðfræði, en doktors rannsókn Júlíönu bar yfirskriftina „Með eigin röddum: Sagnahefðir íslenskra kvenna undir lok nítjándu aldar og í byrjun tuttugustu aldar“. Í þættinum segir Júlíana frá rannsókn sinni, en hún greindi sagnir 200 kvenna, sem varðveittar eru í hljóðritasafni Árnastofnunnar. Þetta eru sagnir sem Hallfreður Örn Eiríksson safnaði þegar hann ferðaðist um landið. Hann safnaði þó ekki bara sögnunum heldur líka mikilvægum upplýsingum um samhengi þeirra, sem Júlíana greindi í rannsóknum sínum.

Áfram lækka vextir – eru enn sögulega háir
Verðbólga hefur hjaðnað en er enn yfir markmiði. Þrátt fyrir minni spennu í hagkerfinu er áfram töluverður verðbólguþrýstingur og óvissa um framhaldið.

Virði í gömlum verksmiðjubyggingum
Bókin Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939 var innblásturinn að Híbýlaauði, sem er allt í senn hópur, samstarfsvettvangur og verkefni. Anna María Bogadóttir arkitekt segir það bæði áskorun og tækifæri að tengja strandbyggðina við byggðina sem fyrir er í nágreninni. Passa þurfi vel upp á sjónlínur, náttúrugæði og eldri byggingar, sem eru upplagðar til endurnýtingar.

Hið kalda menningarstríð
Kalda stríðinu er löngu lokið. En annað hugmyndafræðilegt stríð hefur verið gegnumgangandi síðustu áratugina, og virðist langt því frá lokið.

Smáir líkamarnir visna fyrir augum okkar
„Ég skrifa ekki vegna þess að orð muni stöðva dauðann – heldur til að staðfesta að við vorum hér,“ skrifar hin 25 ára gamla Nada Maher frá Jabalia-flóttamannabúðunum.

Landsréttur staðfestir frávísun í máli Hreyfils gegn borginni
Hreyfill vildi ekki gefa eftir einkanot sín af biðstæðum fyrir leigubifreiðar víða um Reykjavíkurborg og fór í mál. Landsréttur hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á málinu.