Nýtt efni

Ungir Svíar fengnir til að fremja voðaverk í Danmörku
Tveir menn voru nýlega dæmdir til þungra refsinga í Bæjarrétti Kaupmannahafnar. Dómarnir hafa vakið athygli því þetta var í fyrsta sinn sem dæmt hefur verið, í Danmörku, fyrir að skipuleggja morð og ráða mann til verksins.

Skotar með skapandi mótmæli gegn Trump
Forsetinn spilaði golf í heimsókn sinni til Skotlands. Hann hóf heimsóknina á að skora á Skota að „stöðva vindmyllurnar“ til að bjarga landinu.

Þolmörk þorps
Ætla má að ein komma þrjár milljón ferðamanna heimsæki Vík í Mýrdal á þessu ári. Þorpið iðar af lífi en íbúar sem Heimildin ræðir við hafa áhyggjur af því að innviðir þoli ekki álagið.

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
Jóhanna Magnúsdóttir, prestur í Víkurkirkju, segir dæmi um að erlendir ferðamenn reyni að komast inn í kirkjuna til að taka myndir skömmu áður en kistulagning fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyravörð íklæddan hempu til að ýta þeim ágengustu út úr kirkjunni. Björgunarsveitin í Vík hefur um þriggja ára skeið séð um að loka veginum upp að kirkjunni meðan útfarir fara þar fram.


Sif Sigmarsdóttir
Ertu bitur afæta?
Er auðugur erfingi með ranghugmyndir um eigin verðleika?

Samherjastofnandi kaupir „eitt glæsilegasta hús landsins“
Kristján Vilhelmsson og viðskiptafélagi hans víkka út fasteignasafn sitt með þriggja milljarða króna kaupum.

Ísrael hafnar ábyrgð á hungursneyð og vísar á Hamas
Ísrael neitar að bera ábyrgð á hungursneyð í Gaza og sakar Hamas um að ræna hjálpargögnum. Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og 111 mannúðar- og hjálparsamtök kalla eftir tafarlausum aðgerðum svo hægt sé að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf.

Sigmundur Davíð fjarverandi í nær 60 prósent atkvæðagreiðslna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem hlýtur hæstu greiðslur þeirra þingmanna sem ekki eru ráðherrar, var viðstaddur 108 atkvæðagreiðslur á vorþingi en fjarverandi í 155.


Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Nýja Ísland: Leikvöllur milljarðamæringa
Í stað þess að stjórnvöld hafi markað sýn og stefnu til framtíðar fékk ferðaþjónustan að þróast áfram á eigin forsendum.

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
Börn manns sem var jarðaður frá Víkurkirkju í júní segja að íslenskur rútubílstjóri hafi hleypt tugum ferðamanna út úr rútu við kirkjuna um klukkustund fyrir athöfn. Ferðamenn hafi tekið myndir þegar kistan var borin inn fyrir athöfn, reynt að komast inn í kirkjuna og togað í fánann sem var dreginn í hálfa stöng.

ESB og Kína leiði baráttu gegn loftslagsbreytingum
Evrópusambandið og Kína sögðust ætla að leiða baráttuna við loftslagsbreytingar í sameiginlegri yfirlýsingu í dag. Ríkin ætla að standa vörð um Parísarsáttmálann, flýta fyrir orkuskiptum og styrkja árangursmiðaðar aðgerðir.

Guterres segir fjárhagslegan hag af orkuskiptum
„Orkuskiptin eru óstöðvandi,“ sagði António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna í erindi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Tveimur billjónum var fjárfest í hreina orku í fyrra. „Fylgið bara peningunum,“ sagði Guterres.

Tæland gerir loftárásir á kambódíska herinn
Löndin tvö deila á Smaragðsþríhyrningnum sem geymir forn musteri.

Mjakast varla úr sporunum á Þingvöllum
Sex til átta þúsund manns ganga um Almannagjá á hverjum degi nú í júlí. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvalla, segir áform um að stýra ferðamannastraumnum enn betur í bígerð. Þórir Sæmundsson leiðsögumaður segist varla hafa getað hreyft sig úr spori vegna mannmergðar á svæðinu.