Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Er sósí­al­ismann á vet­ur setj­andi?

 Vofa geng­ur ljós­um log­um á ísa köldu landi, vofa sósí­al­ismann. Á henni má greina ásjónu Gunn­ars Smára. Hann og fé­lag­ar hans í sósí­al­ista­flokkn­um telja rótt­tæk­an sósí­al­isma bestu lausn á vanda­mál­um þjóð­ar og mann­kyns­ins alls. Aðr­ir malda í mó­inn og segja að sósí­al­ismann sé ekki á vet­ur setj­andi, hann sé ekki fram­kvæm­an­leg­ur. Í þess­ari færslu  hyggst ég at­huga hvort hægt sé...

Fá­tækt þjóð­anna. Ný­lendu­stefn­an, Ind­land og þriðji heim­ur­inn

Fyr­ir rúm­um  ald­ar­þriðj­ungi deildu nokkr­ir vinstri­menn við Hann­es Giss­ur­ar­son um ný­lendu­stefnu Vest­ur­landa. Hann­es neit­aði því al­far­ið að ný­lendu­stefn­an hafi vald­ið ör­birgð í ný­lend­un­um. „Hverju reidd­ust goð­in?“ sagði hann og bætti við að þessi lönd hafi ver­ið ör­fá­tæk fyr­ir daga ný­lendu­stefn­unn­ar og ekki orð­ið fá­tæk­ari henn­ar vegna.  Hand­höggvn­ir Kongó­bú­ar og kúg­að­ir Ind­verj­ar Hann­es hefði kannski átt að segja Kongó­bú­um þetta, Adam...

Höft, skömmt­un, og spill­ing

Það er nán­ast við­tek­in skoð­un, alla­vega með­al hag­fræð­inga, að hafta- og skömmt­un­ar­kerfi hafi spill­ingu í för með sér. Höft­in og Nor­eg­ur  En kenn­ing­in  skýr­ir ekki hvers vegna ekki var veru­leg spill­ing í Nor­egi á skömmt­un­ar- og haftaskeið­inu fyrstu 15-20 ár­in eft­ir stríð. Ein ástæð­an var lík­lega sú að jafn­að­ar­menn voru við völd. Eng­ir rík­is­bubb­ar og eng­in einka­fyr­ir­tæki voru á þeirra...

Til varn­ar há­menn­ingu

Um þess­ar mund­ir er ver­ið að ganga að há­menn­ing­ar­bíó­inu Bíó Para­dís dauðu. Því er þarft að staldra við og velta því fyr­ir sér hvort há­menn­ing eigi sér nokkra rétt­læt­ingu. En fyrst verð­um við að gaum­gæfa þau hug­tök sem við not­um: Er hug­tak­ið um há­menn­ing gild­is­hlað­ið með þeim hætti að nið­ur­stað­an sé gef­in fyr­ir fram, hið háa er gott? Kannski ætt­um...

Kalli og kapí­tal­ist­arn­ir

Karl Th. Birg­i­son skrif­aði snagg­ara­lega ádrepu hér á Stund­inni um Gunn­ar Smára og sósí­al­ista­til­burði hans. Ég var sam­mála mörgu en hnaut um eina setn­ingu, þar stóð að auð­menn hefðu sjaldn­ast völd nema fyr­ir fulltingi stjórn­mál­anna. Vald auðs­ins Svar mitt er að nokk­uð mörg dæmi eru  um  hið gagn­stæða, að rík­is­bubb­ar og stór­fyr­ir­tæki hafi öðl­ast tals­verð völd án að­komu rík­is­ins....
Björn Bjarnason og Humpty Dumpty

Björn Bjarna­son og Humpty Dumpty

Björn Bjarna­son skrif­aði  pist­il ný­lega um kreppu jafn­að­ar­stefn­unn­ar. Pist­ill­inn er í  meg­in­drátt­um mál­efna­leg­ur  þar til und­ir lok­in. Þar held­ur Björn  því fram að Sam­fylk­ing­unni sé hald­ið á floti með rógi og dylgj­um um Sjálfs­stæð­is­flokk­inn, það sé rétt­nefnd póli­tísk spill­ing.  En  Björn not­ar orð­ið spill­ingu í sér­kenni­legri merk­ingu. Til að skilja að svo sé verð­um við að hyggja að því ...

Ára-tug­ur

Strangt tek­ið hófst þessi ára­tug­ur þann fyrsta janú­ar 2011. Strangt tek­ið lýk­ur hon­um því þann þrí­tug­asta­og­fyrsta des­em­ber ár­ið  2020. Samt finnst mörg­um sem hon­um muni ljúka nú um ára­mót­in, lít­um alltént á síð­ustu tíu ár og sjá­um hvað hæst hef­ur bor­ið. Kannski bar lág­kúr­una hæst, ekki síst þá lág­kúru sem fyll­ir sam­fé­lags­miðla. En hirð­um ekki um hana, bein­um frem­ur sjón­um...

Of­traust í Nor­egi?

 Ég hef oft áð­ur nefnt að norski hag­fræð­ing­ur­inn Al­ex­and­er Capp­elen tel­ur að traust sé mesta auð­lind Norð­manna. Alltént hafa þeir ríka ástæðu til að treysta hver öðr­um, hinu op­in­bera og einka­fyr­ir­tækj­um.  Enda sagði Þjóð­verji einn með nokkr­um rétti að Nor­eg­ur væri eitt fárra landa þar sem stjórn­mála­menn séu flest­ir í því að efla hag lands­manna, ekki skara eld að eig­in...

Sturla kon­ung­ur IV (hlið­ar­heima­saga, sögð í til­efni dags­ins)

Anno Dom­ini 1453: Sturla kon­ung­ur tölti um höll sína á Bessa­stöð­um hugs­andi. Varð hugs­að til feðra sinna, bæði fyrri kon­unga, eins frænda sinna af hinu kon­ung­lega Sturlunga­kyni. Forfað­ir hans Sturla I kon­ung­ur, Sig­hvats­son, hafði veg­ið Giss­ur Þor­valds­son við Apa­vatn, lát­ið eiga sig að ganga suð­ur,  og með því tryggt sér al­veldi á Ís­landi. Sumar­ið 1238 sóru höfð­ingj­ar Sturlunga, Ás­birn­inga, Hauk­dæla...

Mál­vörn nú, mál­björg­un­ar­sveit nú!

Ís­lensk­an er í bráðri hættu, nú er ög­ur­stund. Margt ógn­ar til­vist henn­ar, ein mesta ógn­in staf­ar frá  Kís­il­dal. Ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæk­in þar ómaka sig ekki á að ís­lensku­væða net­þjóna og stý­ritæki, telja sig ekki græða nóg á því. Rétt eins og þau þéni ekki nóg á ein­ok­un­ar­að­stöðu sinni. Önn­ur ógn er ferða­mennsk­an og er­lent vinnu­afl (ég er alls ekki á móti slíku...

Stund­in sem Súperm­an, rétt­ara sagt Stund­mann

Þeg­ar slys urðu eða vondu karl­arn­ir öngr­uðu fólk  taut­aði Clark Kent fyr­ir munni sér „þetta er verk­efni fyr­ir Súperm­an“. Hann skellti sér svo inn í næsta síma­klefa, fór í Súper­m­an­bún­ing­in og flaug af stað, al­bú­inn þess að góma skúrk­ana. Stund­inni er líkt far­ið, þeg­ar vondu karl­arn­ir finna upp á ein­hverj­um ósóma tauta blaða­menn­ir­in­ir fyr­ir munni sér „þetta er verk­efni fyr­ir...

Berlín, 9 nóv­em­ber 1938 og 1989

Þann ní­unda nóv­em­ber ár­ið 1938 lést þýski diplómat­inn Ernst vom Rahm af sár­um sem hann hlaut er Gyð­ing­ur­inn  Herschel Grynszp­an skaut hann í Par­ís.  Joseph Goebbels lýsti því yf­ir að eng­um ætti að koma á óvart þótt þýsk­ur al­menn­ing­ur tæki lög­in í eig­in hend­ur. Sönu nótt  réð­ust nas­ist­ar á guðs­hús og versl­an­ir Gyð­inga, gler­brot­in úr glugg­um þeirra hrundu eins og...

Súlnakóng­ar og -drottn­ing­ar. Um skáld­skap og stjórn­mál

Í frægu kvæði líkti  franska skáld­ið Char­les Bau­delaire ljóð­skáld­um við súlnakónga, fugla sem eru glæst­ir á flugi en þunglama­leg­ir og hallæris­leg­ir á jörðu niðri. Með lík­um hætti fljúgi skáld­ið með glæsi­brag í kvæð­um en eigi erfitt með að fóta sig í hvers­dags­líf­inu. Ég vil bæta við að mörg góð­skáld eru ótta­leg­ir rat­ar í póli­tík, næg­ir að nefna fylgispekt Lax­ness við...

Greta Thun­berg sem Osk­ar Matzer­ath

Ein fræg­asta skáld­saga síð­ustu ald­ar er Blikktromm­an (Die Blechtromm­el) eft­ir Þjóð­verj­ann  Günt­her Grass. Hún fjall­ar um furðu­mann­innn Osk­ar Matzer­ath sem korn­ung­ur tek­ur þá ákvörð­un að hætta að vaxa og verða aldrei full­orð­inn. Hann var stöð­ugt með blikktrommu í bandi um háls­inn og tjáði sig með henni nema þeg­ar hann komst í ham, þá gaf hann frá sér ísk­ur­hljóð svo ógur­legt...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu