Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Er­um við sala­möndr­ur? Um hækk­un hafs af manna­völd­um

Á mill­i­stríðs­ár­un­um skrif­aði Tékk­inn Kar­el Capek skálds­sög­una Sala­möndrustríð­ið. Í sög­unni ger­ist að upp­rísa gáf­að­ar sala­möndr­ur sem beita mann­kyn­ið þrýst­ingi til að út­víkka lífs­rými sitt. Í fyrst­unni gáfu menn­irn­ir eft­ir en svo braust út styrj­öld milli þeirra og sjókvik­ind­anna. Þau grófu risa­skurði gegn­um lág­lendi jarð­ar sem sökk í sæ. Menn urðu að flýja til fjalla.  En allt fór þó vel að...

Fr­eud, átta­tíu ára ár­tíð, hundrað ára stríð

Flest­ir nú­tíma­menn þekkja nafn Sig­mund­ar Fr­euds enda hef­ur hann haft mik­il áhrif á vest­ræna menn­ingu og fræði, bæði góð og slæm. Á morg­un   verða  áttíu ár lið­inn frá láti hans og því vert að minn­ast fræða hans nokkr­um orð­um.                                           Fr­eud um dul­vit­und og fleira Fr­eud lýs­ir mann­skepn­unni  eins og gufukatli, dul­vit­und­in býr til  lok­ið. Mann­in­um megi  líka líkja...

Sussa SUS­ar­ar á frels­ið?

Sam­tök ungra sjálf­stæð­is­manna rek­ur upp sitt ár­vissa org vegna birt­ing­ar upp­lýs­inga um eig­ur og tekj­ur manna. Þessa upp­lýs­inga­birt­ing­in  sé árás á frels­ið. Nán­ar til­tek­ið á þann anga frels­ins sem varð­ar frið­helgi einka­lífs­ins.  Birt­ing þess­ara upp­lýs­inga sé vald­beit­ing, segja SUS­ar­ar og þeirra and­legu skyld­menni. Rétt sé því að banna birt­ingu. En ef boð og bönn eru and­stæð­ur frels­is­ins þá er freist­andi...
Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Adorno-Fimm­tíu ára ár­tíð

Heim­spek­ing­ur­inn Theodor Wiesengr­und Adorno (1903-1969) var einn af frum­kvöðl­um hins svo­nefnda Frankfúrt­ar­skóla en Jür­gen Habermas er þekkt­asti núlif­andi full­trúi hans. Nú er hálf öld lið­inn síð­an hann dó og því ástæða til að minn­ast hans ögn. Að end­ur­skoða marx­ismann. Frankfúrt­ar­skóla­menn voru kreddu­v­ana  marx­ist­ar sem töldu marx­ismann þurfa inn­blást­ur frá Fr­eud,  Nietzsche Max We­ber ofl. Flest­ir marx­ist­ar bjugg­ust við sósíal­ískri bylt­ingu...

Hag­fræði, sið­ferði, hlut­lægni og Ás­geir Jóns­son

Stund­in birti ný­ver­ið snagg­ara­lega ádrepu eft­ir  Jó­hann Pál Jó­hanns­son um  hag­fræði og fer­il Ás­geirs Jóns­son­ar.  Í ljós kem­ur að Ás­geir hef­ur trölla­trú á  hag­fræði og meint­um frjáls­um mark­aði.    Hann tal­ar eins og hag­fræð­ing­ur­inn sitji í Hlið­skjálf og sjái í gegn­um holt og hæð­ir, hafi  svör á reið­um hönd­um  við öll­um sam­fé­lag-spurn­ing­um. Þannig töl­uðu marx­ist­ar (van)sællra minn­inga.   Stað­reynd­ir og...

Jón Daní­els­son um G&G mál­ið. Síð­ari hluti.

Í þess­ari færslu ræði ég ýms­ar kenn­ing­ar um játn­ing­arn­ar, einnig um harð­ræð­is­rann­sókn­ina. Að því búnu vind mér   að meint­um fjar­vista- og sak­leysisönn­un­um, að lok­um ræði ég dylgj­ur Jóns um dóm­ar­ana. 4.b: Játn­ing­arn­ar (harð­ræð­is­rann­sókn­ir, sál­fræði­kenn­ing­ar) Víkj­um að harð­ræð­is­rann­sókn­un­um, þ.e. rann­sókn­un­um um það hvort sak­born­ing­arn­ar hafi ver­ið beitt­ir harð­ræði. Jón stað­hæf­ir að rann­sókn dóms­ins á ásök­un­um um of­beldi hafi bara ver­ið fólg­in...

Jón Daní­els­son um G&G mál­ið. Fyrri hluti.

    Ég vil þakka Jóni Daní­els­syni fyr­ir að senda mér bók sína um Guð­mund­ar og Geirfinns­mál­ið, Sá sem flýr und­an dýri. Það er ým­is­legt for­vitni­legt í henni, sér­stak­lega þeg­ar hann ræð­ir mögu­lega van­hæfni og lé­leg vinnu­brögð lög­reglu, jafn­vel sumra Saka­dóm­ara. Þess ut­an á hann hrós skil­ið fyr­ir að halda ágæta vel á penna. En að öðru leyti er bók­in...

"Ég sjálf­ur á mitt eig­ið lík" Enn um mál­stof­una með Hann­esi H.

Bald­ur Arn­ar­son, blaða­mað­ur á Morg­un­blað­inu, var svo vin­sam­leg­ur að senda mér frétt sína um mál­stofu okk­ar Hann­es­ar. Er skemmst frá því að segja að hann skýr­ir vel og skíl­merki­lega frá fund­in­um. Hann­es fór um víð­an völl í fyr­ir­lestri sín­um og hélt sig eng­an veg­inn við þema mál­stof­unn­ar. Þess vegna taldi ég ekki ástæðu til að svara nema hluta af stað­hæf­ing­um...
Jürgen Habermas níræður

Jür­gen Habermas ní­ræð­ur

Sé Noam Chom­sky áhrifa­mesti hugs­uð­ur Norð­ur-Am­er­íku má telja þýska heim­spek­ing­inn Jür­gen Habermas áhrifa­mesta hugs­uð Evr­ópu en hann verð­ur ní­ræð­ur þann átjánda júní. Hann hef­ur kom­ið víða við, varð ung­ur þekkt­ur sem nýmarx­isti en hef­ur smám sam­an orð­ið hóg­vær­ari í skoð­un­um. Nú er hann með­lim­ur í þýska jafn­að­ar­manna­flokkn­um og ein­dreg­inn Evr­óp­us­inni. Hann var al­inn upp í Þýskalandi á dög­um Hitlers og...

Mál­stofa um al­ræði með Hann­esi H

Við Hann­es Giss­ur­ar­son heyj­um hjaðn­ing­ar­víg, höf­um deilt um póli­tík í næst­um hálfa öld. Þó jafn­an í góðu, við er­um sam­mála um að vera ósam­mála og er­um mestu mát­ar. Ræða um al­ræði Um dag­inn var ég á Ís­landi og flutti fram­sögu í mál­stofu á veg­um Hann­es­ar um al­ræð­is­hug­tak­ið. Þar gagn­rýndi ég ýms­ar vin­sæl­ar kenn­ing­ar um nas­isma og al­ræði, þ.á.m. kenn­ing­una um...
Lærisveinn reynslunnar. 500 ára ártíð Leonardós da Vincis

Læri­sveinn reynsl­unn­ar. 500 ára ár­tíð Leon­ar­dós da Vinc­is

Þann 2 maí síð­ast­lið­inn voru lið­in fimm hundruð ár fá láti Leond­ar­dós da Vinc­is, snill­ings­ins mikla. Hann var í heim­inn bor­inn í litl­um ít­ölsk­um bæ, laun­get­inn son­ur pót­intáta nokk­urs. Þar eð hann var ekki skil­get­inn fékk hann frem­ur litla mennt­un, lærði t.d. aldrei lat­ínu til hlít­ar en hún var mál allra mennta. Það var lán í óláni, vegna þessa varð...

Fjár­orð­ræða

Ís­lend­ing­ar ræða lík­lega meira um efna­hags­mál en aðr­ar  þær  þjóð­ir sem ég þekki. Vissu­lega er það skilj­an­legt í ljósi þess hve sveiflu­gjarnt ís­lenskt efna­hags­líf er. En öllu má of­gera, þessi um­ræða vill hverf­ast í það sem ég "fjár­orð­ræðu", orð­ræðu þar sem fjár­hags­leg rök eru einu við­ur­kenndu rök­in. Eðli orð­ræð­unn­ar og hætt­an af henni. Hætt­an við slíka orð­ræðu er að...

100 ár frá fæð­ingu stór­skálds­ins Stef­áns Harð­ar

Í dag, þann 31 mars 2019, eru lið­inn hundrað ár frá fæð­ingu eins mesta skálds Ís­lands á síð­ustu öld, Stef­áns Harð­ar Gríms­son­ar. Eins og mörg ís­lensk skáld fyrri tíma var hann al­inn upp við kröpp kjör. Hann varð ung­ur mun­að­ar­laus, hlaut litla mennt­un og sá sér far­borða með sjó­mennsku. Fyrsta ljóða­bók hans kom út ár­ið 1946, Glugg­inn snýr norð­ur. Heit­ið...

Þeg­ar verð­ið verð­ur sverð

„Ég er ekki kom­inn til að boða yð­ur frið held­ur sverð“ sagði Jesús frá Nasa­ret. Ann­ar frels­ari, Hann­es Giss­ur­ar­son, vill boða verð, ekki sverð. Hann seg­ir frjáls­hyggj­una frið­ar­speki, speki verðs­ins, ekki sverðs­ins. Vel mælt enda Hann­es penna­fær, hvað sem segja má um boð­skap hans. Þver­sögn mark­aðs­frels­is Satt best að segja er þessi boð­skap­ur ekki ýkja góð­ur, Hann­esi yf­ir­sést að verð...

Frjáls­hyggja og frjáls­lynd­is­stefna

Ís­lensk­um frjáls­hyggju­mönn­um tókst með dæm­a­fá­um dugn­aði að eyða orð­inu „frjáls­lynd­is­stefna“ og setja í þess stað orð­ið „frjáls­hyggju“. Þeim tókst að telja fólki   trú um að það að vera frjáls­lynd­ur þýddi að mað­ur væri frjáls­hyggju­mað­ur. En með­al annarra þjóða er venju­lega greint skarp­lega milli frjáls­lynd­is­stefnu (e.li­ber­alism) og frjáls­hyggju (e. li­bert­ari­an­ism eða classic li­ber­alism, no. mar­keds­li­ber­alis­me). Um er að ræða tvö af­brigði...

Mest lesið undanfarið ár