Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Kenn­ing um við­ur­kenn­ingu

  „Show some respect, I want you to show some respect.“ Aretha Frank­lin   Þýski heim­spek­ing­ur­inn G.W.F. Heg­el er senni­lega fyrsti hugs­uð­ur­inn sem skildi mik­il­vægi við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir mann­fólk­ið. Sá sem ekki nýt­ur lág­marks­við­ur­kenn­ing­ar annarra er vart full­kom­in mann­vera, bara mann­skepna. Hann set­ur kenn­ing­una um við­ur­kenn­ing­una m.a. fram í líki sögu um þró­un­ar­ferli mann­kyns­ins. Í ár­daga hitt­ast tveir menn og taka...

Þúf­an og hlass­ið, brjóst­gjöf­in og fram­leiðn­in

Alltof al­gengt er að menn leiti skýr­inga á sögu­leg­um og fé­lags­leg­um ferl­um í meint­um  lög­mál­um og öðru því  sem al­gildi á að hafa. Of lít­ið er gert af því að huga að mögu­leg­um mætti til­vilj­ana og smá­at­riða, menn gleyma að þúf­an litla get­ur velt hlass­inu þiunga. Og að fiðr­ild­ið smáa get­ur vald­ið of­viðri með því einu að blaka vængj­un­um á til­teknu...

Stóra ætt­ar­nafna­mál­ið o.fl.

Á feis­bók kenn­ir margra grasa. Ein jurtin er rit­deila þeirra Hann­es­ar Giss­ur­ar­son­ar og Árna Snæv­arr, sá síð­ar­nefndi er reynd­ar mér ná­skyld­ur. Árni gagn­rýn­ir Hann­es fyr­ir múslima­fób­íu og að sverta verka­lýðs­hreyf­ing­una, auk þess að lofa hinn var­huga­verða Bols­an­aro, Bras­ilíu­for­seta. Sá hef­ur kom­ið með fjand­sam­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar um homma og kon­ur, auk þess að dá­sama her­for­ingja­stjórn­ina sem lengi réði Bras­il­íu. Með því...

Popp­er og nasis­ism­inn

Ég fór frem­ur lof­sam­leg­um orð­um um heim­spek­ing­inn Karl Popp­er í bloggi ný­skeð. Nú er kom­inn tími til að gagn­rýna kapp­ann. Hann hélt því fram að þýski heim­spek­ing­ur­inn G.W.F. Heg­el hefði ver­ið and­leg­ur fað­ir jafnt marx­isma sem nas­isma. Marx sjálf­ur hefði reynd­ar ver­ið skyn­sem­is- og frels­issinni en heg­elsk­ur arf­ur hafi eitr­að marx­ismann og gert hann að al­ræð­is­speki. Sá arf­ur væri trú­in...

Frjáls­hyggja, fasismi, nasismi, komm­ún­ismi

Les­end­ur kann­ast sjálfsagt við sam­an­burð­ar­mál­fræði. Tala mætti um sam­an­burð­ar-stjórn­mála­fræði, þ.e. þau fræði sem bera sam­an stjórn­mála­stefn­ur og flokka með ýms­um hætti. Slík sam­an­burð­ar­fræði er nú of­ar­lega á baugi í um­ræð­unni (?) ís­lensku. Andri Sig­urðs­son og Jó­hann Páll Jó­hanns­son vilja flokka frjáls­hyggju með fas­isma en Hann­es Giss­ur­ar­son dreg­ur nas­isma og fas­isma í dilk með komm­ún­isma. Flokk­an­ir. Gall­inn við slík­ar...
Nafnarnir Popper og Marx

Nafn­arn­ir Popp­er og Marx

Nafn­arn­ir Karl Rai­mund Popp­er og Karl Heinrich Marx virð­ast eins og eld­ur og vatn. Samt tel ég að eitt og ann­að í hugs­un þeirra beggja eigi er­indi við okk­ur í dag. Hvað má læra af Popp­er? Heim­spek­ing­ur­inn Popp­er var eng­inn unn­andi marx­ism­ans. Marx hefði vissu­lega ver­ið frjáls­huga og merk­ur fræði­mað­ur en sáð óaf­vit­andi frjó­anga al­ræð­is­ins, hins lok­aða sam­fé­lag. Hið lok­aða...
Bronsaldarhrunið og nútíminn

Brons­ald­ar­hrun­ið og nú­tím­inn

Spánsk-am­er­íski heim­spek­ing­ur­inn Geor­ge Santay­ana sagði að ef menn lærðu ekki af for­tíð­inni væru þeir dæmd­ir til að end­ur­taka hana. Ýms­ir sagn­fræð­ing­ar segja að margt í nú­tím­an­um minni á síð­brons­öld (1500-1150 fyr­ir vort tíma­tal). Hún hafi ver­ið efna­hags­legt blóma­skeið en í lok henn­ar átti sér stað eitt­hvert mesta menn­ing­ar- og sam­fé­lags­hrun sem um get­ur. Hnatt­væð­ing á síð­brons­öld Nóta bene ekki alls...

Carlsen gegn Car­u­ana

Fyr­ir þrem­ur ára­tug­um voru fjór­ir ís­lensk­ir skák­menn í hópi hundrað bestu skák­manna heims. Svo kom eitt­hvað fyr­ir sem rúst­aði skák­getu Ís­lend­inga. Ég held að tískug­ræðgi hafi  átt mik­inn þátt í því, sjúk­leg­ur ótti Ís­lend­inga við að vera lummó og gam­aldags, sam­an­ber gam­aldags-er-vont-orð­ræð­an sem ég ræddi ný­skeð á þess­um vett­vangi. Upp úr 1990 virð­ist margt tísk­menn­ið hafa feng­ið þá flugu í...
Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Klukk­an ell­efu, þann ell­efta ell­efta 1918

Klukk­an var tutt­ugu mín­út­ur yf­ir fimm um morg­un­inn þann ell­efta nóv­em­ber ár­ið 1918. Sól­in hafði vart náð að skína á skot­graf­irn­ar, á lim­lest lík­in, á hina særðu, á eyði­mörk einsk­is­manns lands­ins. Matt­hi­as Erz­ber­ger, sendi­full­trúi Þýska­lands, hafði stig­ið inn í járn­braut­ar­vagn, skammt frá franska þorp­inu Comp­ièg­ne. Þar mátti hann und­ir­rita skil­yrð­is­lausa upp­gjöf Þýska­lands. Sama dag, klukk­an ell­efu fyr­ir há­degi skyldi öll­um...
Orrustan við Kadesh og kosningarnar vestanhafs

Orr­ust­an við Kadesh og kosn­ing­arn­ar vest­an­hafs

Ár­ið  1274 fyr­ir okk­ar tíma­tal: Faraó Egypta, Ramesses II, held­ur með fjór­um her­fylkj­um norð­ur í átt að borg­inni Kadesh í Sýr­landi. Hann taldi Hittíta­kon­ung­inn Muwatalli II orð­inn helst til upp­vöðslu­sam­an á þeim slóð­um þar sem lepp­ríki Egypta var að finna. Njósn­ur­um Muwatall­is tókst að blekkja Egypta, telja þeim trú um að Hittíta­her­inn væri ókom­inn til Kadesh. Full­viss um það...

Gam­aldags-er-vont-orð­ræð­an

Á Ís­landi hef­ur skap­ast hefð fyr­ir því sem ég kalla „gam­aldags-er-vont-orð­ræð­una“. Í slíkri orð­ræðu er gef­ið að það sem er gam­aldags, gam­alt og for­tíð­ar­legt sé af hinu illa, nú­tím­inn og fram­tíð­in af hinu góða. Það er aldrei út­skýrt hvers vegna hið gamla sé vont, hið nýja gott. Áð­ur en Bjarni Ben og Katrín Jak­obs gerðu sitt banda­lag af­greiddi Bjarni skoð­an­ir...

Dóm­ar­inn og sál­fræð­ing­ur­inn, böð­ull hans

  Þor­steinn heit­inn Gylfa­son skrif­aði  á sín­um tíma snagg­ara­lega ádrepu um sál­fræði. Hann spurði hvort sál­fræði ætti sér ein­hvern til­veru­rétt. Og eft­ir að hafa gagn­rýnt ýms­ar þekkt­ar sál­fræði­kenn­ing­ar svar­aði hann: Ég veit það ekki (Þor­steinn 2006: 23-56). Ekki ætla ég mér þá dul að svara spurn­ing­unni í stuttri færslu en hyggst ræða dá­lít­ið um mögu­lega veik­leika sál­fræð­inn­ar. Einnig mun ég...

Hrun­ið og við­snún­ings­pilt­arn­ir ("Fyrst á rétt­unni, svo á röng­unni, tjú, tjú, trallala")

Áð­ur fyrr á ár­un­um höfðu bænd­ur einatt snún­ings­pilta. Eft­ir hrun urðu ónefnd­ir snún­ings­pilt­ar við­snún­ings­pilt­ar. Þeir sem áð­ur höfðu veg­sam­að auð­menn og út­rás sneru allt í einu við blað­inu. Einn veg­sam­aði bank­ana svo seint sem í des­em­ber 2007 en söðl­aði svo um og stofn­aði and­kerf­is­flokk. Ann­ar gekk feti fram­ar og stofn­aði tvo and­kerf­is flokka, haf­andi áð­ur ver­ið tengd­ur út­rás­ar­mönn­um og lof­að...

Vist­ar­bandstuð­ið og bæj­ar­leys­an

Nú þekk­ist sú skoð­un og þyk­ir fín að vist­ar­band­ið hafi ver­ið upp­haf alls ills á ísa­köldu landi. Sum­ir álits­gjaf­ar japla stöð­ugt á þessu, næg­ir að nefna Guð­mund Andra Thors­son sem stað­hæf­ir án raka að fákeppni á Ís­landi eigi sér ræt­ur í vist­ar­band­inu. Væri ekki ögn gáfu­legra að rekja fákeppn­ina til ein­ok­un­ar­versl­un­ar­inn­ar? Ein­ok­un er jú ekk­ert ann­að en fákeppni á ster­um....

Lé­magna Lehm­an bræð­ur, fjár­málakrepp­an og und­ir­máls­lán­in

Um þess­ar mund­ir er ára­tug­ur lið­in síð­an Lehm­an bræð­ur urðu lé­magna og tóku heims­hag­kerf­ið með sér í fall­inu. En auð­vit­að verð­ur þess­um leiðu bræðr­um vart ein­um kennt um fjár­málakrepp­una, or­sak­ir henn­ar voru sjálfsagt marg­ar og marg­þætt­ar. Vin­sælt er að kenna und­ir­máls­lán­un­um am­er­ísku um krepp­una og er þá und­ir­skil­ið að rík­is­af­skipti ein eigi sök á henni. Þessi lán hafi ver­ið sköp­un­ar­verk...

Sví­þjóð og kosn­ing­arn­ar

Ég bjó í Sví­þjóð einn vet­ur fyr­ir tæpri hálfri öld. Eitt sinn var ís­lensk­ur lækn­ir, sem lengi hafði bú­ið með sænsk­um, í heim­sókn hjá for­eldr­um mín­um. Tal­ið barst að um­ræðu­hefð Svía. Lækn­ir­inn sagði „sænsk­ir þátt­tak­end­ur í um­ræðu eru eins og læm­ingja­hjörð, all­ir hlaupa í sömu átt­ina“. Eins og ég hef sagt í fyrri færsl­um er hneigð til þrúg­andi sátta­menn­ing­ar í...

Mest lesið undanfarið ár