Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.
1968: Vor í Prag, innrás í ágúst

1968: Vor í Prag, inn­rás í ág­úst

Í gær voru fimm­tíu ár lið­in frá því að her­ir Sov­ét­ríkj­anna og fylgi­ríkja þeirra réð­ust inn í Tékkó­slóvakíu og bundu með því enda á um­bóta­tilraun­ir Al­ex­and­ers Dubcek, að­al­rit­ara komm­ún­ista­flokks­ins. Ég man vor­ið í Prag vel, man hrifn­ingu mína af um­bót­a­starf­inu, man sjokk­ið þeg­ar ég frétti um inn­rás­ina, man mig standa á mót­mæla­fundi fyr­ir fram­an sov­éska sendi­ráð­ið þá tæpra fimmtán ára....
Trója, þrælflækt saga

Trója, þrælflækt saga

Svo orti meg­in­skáld­ið Ezra Pound í Canto IV: „Palace in smoky lig­ht, Troy but a heap of smoulder­ing bound­ary stones,…“ Löngu áð­ur en ég las kvæði Pounds las ég sí­gildra sögu­heft­ið um Ilíonskvið­ur upp til agna, barn­ung­ur. Mörg­um ár­um seinna las ég sjálfa Ilíonskviðu Hóm­ers: „Kveð þú, gyðja, um hina fárs­fullu heift­ar­reiði Akkils Peleifs­son­ar, þá er olli Akk­ea ótölu­leg­um mann­raun­um,…“...

Trumptín, ræn­ingja­höfð­ingi?

Glögg­ir les­end­ur hafa ör­ugg­lega séð að „Trumptín“ er blanda af nöfn­um Trumps og Pútíns en hníf­ur­inn virð­ist ekki ganga á milli þeirra fé­laga. Trump sýndi Pútín fá­dæma und­ir­lægju­semi á Hels­inkifund­in­um og virð­ist ekki hafa gagn­rýnt hann fyr­ir eitt né neitt, hvorki inn­limun Krímskaga né mögu­lega að­ild að Skripal­mál­inu. Trump þyk­ist að vísu hafa gagn­rýnt hann fyr­ir af­skipti af amer­i­sk­um kosn­ing­um...

Skáld­ið frá Hamri

Friedrich Nietzche vildi stunda heim­speki með hamr­in­um, slá með hon­um á skurð­goð­in, at­huga hvort hol­ur hljóm­ur væri í þeim, mölva þau ef svo væri. Þannig skyldi end­ur­meta öll verð­mæti. Orti Þor­steinn frá Hamri með hamr­in­um? Sé svo þá not­aði hann ham­ar­inn með var­færni, mölv­aði fátt, þótt vissr­ar vinstrirót­tækni gæti í fyrstu bók­um hans. Alltént heyrð­ist hon­um hol­ur hljóm­ur vera í...

Jor­d­an Peter­son og ein­stak­lings­hyggj­an

Ekki hef ég orð­ið svo fræg­ur að heyra Jor­d­an Peter­son fyr­ir­lesa, ekki hef ég held­ur les­ið hina um­deildu bók hans. En hann mun hafa sagt í Hörpu­fyr­ir­lestri að ástæð­an fyr­ir fjölda­morð­um og al­ræði sov­éskra komm­ún­ista og þýskra nas­ista hafi ver­ið heild­ar­hyggja þess­ara þjóða. Ein­stak­lings­hyggju-þjóð­ir  fremji ekki slík voða­verk og mun hann hafa nefnt Kan­ada­menn, Norð­menn og Banda­ríkja­menn sem dæmi....

Píp Trumps um við­skipa­halla og fleira

Trump fer  mik­inn þessa dag­ana að vanda, út­húð­ar við­skipta­þjóð­um Banda­ríkj­anna og set­ur stór­tolla á inn­flutn­ing frá þeim. Þjóð­ir eru ekki fyr­ir­tæki Hann skil­ur ekki að þjóð­ir eru ekki fyr­ir­tæki. Löngu fyr­ir for­seta­tíð hans skrif­aði nó­bels­hag­fræð­ing­ur­inn Paul Krugman grein þar sem hann benti á að sam­keppni þjóða er gag­nólík sam­keppni fyr­ir­tækja. En við­skipta­menn haldi rang­lega að þjóð­ir keppi um...
Bergman 100 ára

Bergman 100 ára

Des­em­ber 1968, aldimmt, alsnjóa og ískalt. Ég og skóla­bróð­ir minn bið­um hroll­kald­ir eft­ir Hafn­ar­fjarð­ar­strætó, of kalt til að tala sam­an að ráði. Loks­ins kom vagn­inn og skrölti með okk­ur áleið­is í Fjörð­in. Hvert var er­indi þess­ara fimmtán ára strákpjakka? Að fara í Bæj­ar­bíó að sjá nýj­ustu mynd sænska kvik­mynda­leik­stjór­ans Ing­mars Bergman, Stund úlfs­ins. Myrk og draum­kennd, súr­realísk og Kaf­ka­kennd, ég...

Reykja­vík = Svifryks­vík?

Ég hef löng­um kvart­að yf­ir þeirri áráttu ís­lenskra álits­gjafa að ein­blína á Ís­land, halda að hin og þessi al­þjóð­legu vanda­mál séu sér­ís­lensk fyr­ir­bæri. Í ljós kem­ur að svifryks­meng­un er ekki sérreyk­vísk­ur vandi, í apríl var slík meng­un svo mik­il í Ósló að hún var í ell­efu daga sam­fleytt yf­ir hættu­mörk­um. Ástand­ið var litlu betra í ýms­um bæj­um aust­an­fjalls í...
Nussbaum um bókvit og aska

Nuss­baum um bókvit og aska

Banda­ríski heim­spek­ing­ur­inn Martha Nuss­baum er einn fárra nú­tíma­heim­spek­inga sem bein­ir máli sínu al­menn­ings, ekki bara starfs­systkin sinna. Enda ligg­ur henni mik­ið á hjarta, hún læt­ur sér ekki nægja að skilja heim­inn held­ur vill hún bæta hann. Hún hef­ur skrif­að at­hygl­is­verð­ar bæk­ur um sið­ferði og skáld­sög­ur, að henn­ar hyggju geta skáld­sög­ur haft mikla sið­ferði­lega þýð­ingu. Góð­ar skálds­sög­ur geta eflt skiln­ing okk­ar...
Marx 200 ára (f. 5 maí 1818)

Marx 200 ára (f. 5 maí 1818)

Karl Heinrich Marx (1818-1883) var bylt­ing­arsinn­að­ur hugs­uð­ur. Heim­spek­ing­arn­ir hafi hing­að til að­eins reynt að skýra heim­inn: „Það sem máli skipt­ir er að breyta hon­um“ (Marx (1968a): 328). Kenn­ing­ar hans   áttu ekki bara að lýsa heim­in­um, held­ur líka vera tæki til að breyta hon­um með því að bylta sam­fé­lag­inu. Virkni og vinna Mað­ur­inn væri virk­ur í eðli sínu, í lífi sínu...
Maí 1968

Maí 1968

                                                                                                             „the time is right for fig­ht­ing in the street“                                                                                                               Roll­ing Stones: Street fig­ht­ing man Í mars­mán­uði ár­ið 1968 las ég skálds­sögu John Stein­becks, Hunda­daga­stjórn Pipp­íns kon­ungs. Hún fjall­aði um óeirð­ir í Frakklandi sem leiddu til þess að kom­ið var aft­ur á kon­ungs­stjórn í land­inu. Af­kom­andi hinn­ar eld­fornu kon­ung­s­ætt­ar Merovinga var krýnd­ur kon­ung­ur, sér til armæðu og leið­inda. En...

Skap­ar einka­geir­inn all­an auð?

Við­skipta­ráð er harla yf­ir­lýs­ing­arglað­ur fé­lags­skap­ur. Sam­kvæmt nýj­ustu yf­ir­lýs­ing­unni skap­ar einkafram­tak­ið all­an auð, rík­is­vald­ið eng­an. En þessi stað­hæf­ing er sann­ar­lega röng. Ég mun sýna fram á að svo sé og nota að­al­lega efni­við úr bók minni Kreddu í kreppu. Rík­ið og tækn­in Hið mjög svo auð­skap­andi Net var að miklu leyti  upp­finn­ing rík­is­valds­ins, nán­ar til­tek­ið banda­ríska hers­ins (Stig­litz 2002: 217-222...

Magnús Freyr og mark­að­ur­inn

Magnús Freyr Erl­ings­son skrif­aði fyr­ir all­nokkru for­vitni­lega    ádrepu  í Kjarn­an­um og ber hún heit­ið "Sið­ferði­leg sjón­ar­mið í fákeppn­is­sam­fé­lagi" (birt 25/2). Þar stað­hæf­ir  hann s að hvað eft­ir ann­að hafi ís­lensk fyr­ir­tæki gerst brot­leg við  sam­keppn­is­lög, stund­að fákeppni og lát­ið neyt­and­ann borga brús­ann. Lausn á vand­an­um sé auk­in kennsla í við­skiptasið­ferði og frjáls­ari sam­keppni. Fákeppni Hann virð­ist telja að fákeppni eigi mesta sök á...

Lyf­in og lækn­arn­ir

Enn vitna ég í gaml­an dæg­ur­laga­texta: „Á spít­öl­um kvel­ur mig lækn­anna lið með lamstri og spraut­um svo ég þoli ekki við“. Banda­rísk­ir lækn­ar eru ekki alsak­laus­ir af þeim dóp­dauðafar­aldri sem nú geng­ur yf­ir Banda­rík­in. Þeir ávísa alltof mik­ið af morfín­lík­um verkjalyfj­um (e. opoids) en 75% þeirra sem ánetj­ast heróní vest­an­hafs verða fyrst háð­ir slík­um lyfj­um. Ís­lensk­ir lækn­ar eru litlu skárri,...

Mál­björg­un­ar­sveit!

Ís­lensk­an er í bráðri hættu. Margt ógn­ar til­vist henn­ar, mik­il  ógn  staf­ar frá Kís­il­dal. Ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæk­in þar ómaka sig ekki á að ís­lensku­væða net­þjóna og stý­ritæki, telja sig ekki græða nóg á því. Rétt eins og þau þéni ekki nóg á ein­ok­un­ar­að­stöðu sinni. Önn­ur ógn er ferða­mennsk­an og er­lent vinnu­afl. En að­alógn­in kem­ur inn­an­frá, frá ung­menn­um sem gjamma oft við hvert...

Bílóð þjóð

Í ákafa mín­um við að andæfa öku­þóra-boð­skap Ey­þórs Arn­alds og auð­valds-lista hans gerði ég of lít­ið úr bíla­dellu alltof margra Ís­lend­inga. Ég tal­aði eins og of­ur­bíl­væð­ing­in sem hófst fyr­ir þrem­ur ára­tug­um hafi ein­vörð­ungu staf­að af af­námi of­ur­tolla og lé­leg­um al­menn­ings­sam­göng­um í Reykja­vík og víða ann­ars stað­ar. En mjög stór hluti al­menn­ings vildi einka­bíl­inn  og eng­ar refj­ur. Ef svo hefði ekki...

Mest lesið undanfarið ár