Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Zimbabwe norðursins

Zimbabwe norðursins

„Þið megið kjósa um þetta en við ætlum ekki að taka mark á niðurstöðunni
ef hún er okkur ekki þóknanleg“

Þetta er inntakið í nýlegum yfirlýsingum og skilaboðum bæjarstjóra Reykjanesbæjar til okkar bæjarbúa vegna  íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Thorsil í Helguvík.  Þarna er bæjarstjórinn að beita ákveðinni taktík sem ætlað er að draga úr áhuga og vilja bæjarbúa til að taka þátt í kosningunni.

Bæjarstjórinn er væntanlega að tala fyrir hönd núverandi meirihluta bæjarstjórnar, sem talsmaður bæjarfélagsins.  Ef þetta er viðhorfið til lýðræðisins getur þetta fólk alveg sleppt því að tala um íbúalýðræði og beina aðkomu bæjarbúa að stærri ákvörðunum, þegar þau fara á atkvæðaveiðar í lok kjörtímabilsins. Kjósendur munu hvort eð er ekki taka mark á þeim. Ekki frekar en þau á lýðræðislegum íbúakosningum.

Hvernig sem þessi kosning verður – hvort sem þátttakan verður lítil eða mikil og hver sem niðurstaðan verður, þá standa þessar yfirlýsingar eftir sem vitnisburður um yfirgengilegan valdhroka og ótrúlegt virðingarleysi gagnvart lýðræðinu. Það hlýtur að vera leitun að öðru eins, að minnsta kosti hér á landi. Líklega þarf maður að fara all leið niður til Afríku til að finna eitthvað sambærilegt. Reykjanesbær er Zimbabwe norðursins

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.