Undirskriftasöfnun vegna Eldvarpa

Hafin er alþjóðleg undirskrifasöfnun á Avaaz þar sem skorað er á HS Orku og Grindavíkurbæ að hætta við áform um rannsóknarboranir og jarðhitavinnslu í Eldvörpum á Reykjanesi.
Sjá einnig: Endalok fágætrar náttúruperlu
Gefðu öfáar mínútur af tíma þínum til að skrifa undir. Ef við stöndum saman getum við sýnt HS Orku og Grindavíkurbæ að vilji fjöldans sé að svæðið verði óraskað svo núverandi og komandi kynslóðir geti upplifað þau náttúruundur sem finna má í Eldvörpum. Eða svo notað sé slagorð þekkts innheimtufyrirtækis: „Ekki gera ekki neitt!"
Mjög einfalt er að skrifa undir og tekur skamma stund. Slóðin á undirskriftasöfnunina er hér: https://secure.avaaz.org/en/petition/HS_Orka_and_the_Municipality_of_Grindavik_Iceland_We_call_on_HS_Orka_and_the_Municipality_of_Grindavik_to_save_Eldvorp/share/?new
Reykjanes Geopark var stofnaður af Grindavíkurbæ og HS Orku. Er jarðvanginum ætlað að hafa „fræðslugildi vegna fjölbreytilegrar náttúru og sjaldgæfra jarðminja“ svo vitnað sé beint í talsmann jarðvangsins. Bæjarstjórinn í Grindavík talar einnig í nýlegu viðtali um „uppbyggingu ferðaþjónustu og fræðslu sem byggir á einstökum jarðminjum“.
Á sama tíma gaf Grindavíkurbær HS Orku grænt ljós til að hefja rannsóknarboranir ofan í merkilegustu jarðminjum svæðisins þar sem gígaröðin í Eldvörpum verður „skreytt“ með fimm risastórum borteigum.
Að segja eitt en gera annað á ekki að vera í boði. Sendum þau skilaboð með því að skrifa undir.
Hér er nýlegt myndband frá Eldvörpum sem sýnir vel þá mögnuðu náttúru sem svæðið hefur að geyma:
Athugasemdir