Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Undirskriftasöfnun vegna Eldvarpa

Undirskriftasöfnun vegna Eldvarpa


Hafin er alþjóðleg undirskrifasöfnun á Avaaz þar sem skorað er á HS Orku og Grindavíkurbæ að hætta við áform um rannsóknarboranir og jarðhitavinnslu í Eldvörpum á Reykjanesi. 

Sjá einnig: Endalok fágætrar náttúruperlu

Gefðu öfáar mínútur af tíma þínum til að skrifa undir. Ef við stöndum saman getum við sýnt HS Orku og Grindavíkurbæ að vilji fjöldans sé að svæðið verði óraskað svo núverandi og komandi kynslóðir geti upplifað þau náttúruundur sem  finna má í Eldvörpum. Eða svo notað sé slagorð þekkts innheimtufyrirtækis: „Ekki gera ekki neitt!"

Mjög einfalt er að skrifa undir og tekur skamma stund. Slóðin á undirskriftasöfnunina er hér: https://secure.avaaz.org/en/petition/HS_Orka_and_the_Municipality_of_Grindavik_Iceland_We_call_on_HS_Orka_and_the_Municipality_of_Grindavik_to_save_Eldvorp/share/?new

Reykjanes Geopark var stofnaður af Grindavíkurbæ og HS Orku. Er jarðvanginum ætlað að hafa „fræðslugildi vegna fjölbreytilegrar náttúru og sjaldgæfra jarðminja“ svo vitnað sé beint í talsmann jarðvangsins. Bæjarstjórinn í Grindavík talar einnig í nýlegu viðtali um „uppbyggingu ferðaþjónustu og fræðslu sem byggir á einstökum jarðminjum“.
Á sama tíma gaf Grindavíkurbær HS Orku grænt ljós til að hefja rannsóknarboranir ofan í  merkilegustu jarðminjum svæðisins þar sem gígaröðin í Eldvörpum verður „skreytt“ með fimm risastórum borteigum.

Að segja eitt en gera annað á ekki að vera í boði. Sendum þau skilaboð með því að skrifa undir.

Hér er nýlegt myndband frá Eldvörpum sem sýnir vel þá mögnuðu náttúru sem svæðið hefur að geyma:

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.