Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Mesta ógnin við íslenska náttúru

Mesta ógnin við íslenska náttúru

„It´s horrifying that we have to fight our own government to save the environment“.

Þessi orð náttúruljósmyndarans Ansel Adams komu upp í huga minn að morgni Dags íslenskrar náttúru.  Þau ríma vel við íslenskan veruleika því stærsta ógnin við íslenska náttúru eru pólitíkusar.

Bæði á þingi og í sveitarstjórnum sitja upp til hópa hagsmunahórur stóriðju- og verktakafyrirtækja. Hagsmunir þeirra eru látnir ráða ferðinni í ákvarðanatökum. Kjörnir fulltrúar blanda oft sínum eigin hagsmunum þar inn í eins og nýlegt dæmi er um fyrir norðan. Allt er þetta undirorpið tengslum og spillingu yfir og allt um kring;  ættar- og kunningjatengslum,  viðskipta- og pólitískum einnig.  Ofan á þetta bætist að íslenskir stjórnmálamenn virðast hugsa í kjörtímabilum en ekki til framtíðar.

Allt leyfis- og umsagnaferli í stjórnsýslunni tekur mið af þessu. Ávallt er gengið út frá því að af framkvæmdum verði, hvort sem byggja á mengandi stóriðjuverksmiðju nánast ofan í íbúabyggð, leggja nýjan veg yfir friðlýst hraun á náttúruminjaskrá eða reisa ósjálfbæra virkjun. Spurningin er einungis sú með hvaða skilyrðum.

Oftar en ekki er búið að semja um niðurstöðuna fyrirfram, löngu áður en hið lögformlega ferli fer fram, eins og raunin virðist vera með kísilmálverksmiðju Thorsil í Helguvík. Sömu sögu má segja af fyrirhuguðum rannsóknarbornum HS Orku í Eldvörpum. Bæjaryfirvöld voru búin að semja um þessar framkvæmdir löngu áður en ferlið hófst, t.d. umhverfismat og auglýst skipulagstillaga.
Þannig er aðkoma almennings að ferlinu gjaldfelld og að engu gerð. Umsagnir og athugasemdir almennings hafa ekkert vægi og ferlið virðist best til þess fallið að hafa að fíflum þá sem skila inn athugasemdum.

Nefni sem dæmi þegar ég fyrir nokkrum árum skrifaði athugasemdir fyrir hönd Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands  við auglýst svæðisskipulag Suðurnesja. Okkur fannst náttúru- og umhverfisvernd ekki hafa mikið vægi í skipulaginu og vildum því láta þau sjónarmið koma fram. Eftir talsverða vinnu við gagnaöflun og skrif skilaði ég athugasemdunum á tilsettum tíma á bæjarskrifstofuna í Garði.

Nokkrum mánuðum síðar hafði samband við mig fulltrúi verkfræðistofu sem var að vinna með umrætt skipulag og óskaði eftir gögnunum.  Í ljós kom að hann hafði aldrei fengið þau í hendur. Hann vissi af tilvist þeirra vegna þess að hann hafði rekist á það í fréttabréfi NSVE að við hefðum skilað þeim inn.

Þetta er því miður ekki í eina skiptið sem maður verður var við að athugasemdir og umsagnir eru annað hvort ekki lesnar eða þeim er hent í ruslið um leið og þeim er skilað inn. Svona eru því miður vinnubrögðin í stjórnsýslunni.

Dagur íslenskrar náttúru er í dag og ég vildi óska að eitthvað annað en þessi hugleiðing út frá orðum Ansel Adams hefði verið það fyrsta sem kom upp í huga minn að morgni þessa dags. Staða íslenskrar náttúru er því miður svo döpur þar sem skammsýnin, græðgin og virðingarleysið vofir yfir henni.

Ætli Jón Gunnarsson komi með nýjar virkjanahugmyndir í tilefni dagsins?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.