Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Auðlindir í náttúru Íslands

Auðlindir í náttúru Íslands

Nefnd formanna stjórnmálaflokka á Alþingi hefur nú samið sína eigin tillögu að grein um náttúruvernd í stjórnarskrá. Þessi tillaga gengur of skammt, meðal annars vegna þess að hún tryggir ekki með nægilega góðum hætti sjónarmið um sjálfbæra þróun.

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sett fram alvarlegar athugasemdir við tillögu sem Alþingi hyggst leggja fram. Samstökin benda á að um væri að ræða mun lakari náttúruvernd en finna megi í nýju stjórnarskránni sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stærstu náttúruverndarsamtök landsins hvetja Alþingi eindregið til að leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar.

Sérhagsmunahópar náð undirtökum á íslensku samfélagi og beita aðstöðu sinni til þess að verja hina sjálfteknu stöðu. Krafa almennings er að ná tilbaka sem af honum hefur verið tekið. Umræða um náttúruna og auðlindir landsins hefur verið áberandi undanfarin misseri. Eitt af aðalmálum 1.000 manna þjóðfundar var ákall um sérstakt auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Þjóðin er ekki sátt við hvernig þessi mál hafa þróast m.a. með mikilli byggðaröskun.

Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu og okkur ber skylda til þess að tryggja heilnæmt umhverfi, samfara því að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Við eigum að haga nýtingu náttúruverðmæta þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja, beint eða óbeint. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, vatns- og virkjunarréttindi og jarðhita- og námaréttindi.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Tillögur Stjórnlagaráðs í auðlindamálum eru skýrar og miða að því að þjóðin endurheimti aftur yfirráðaréttinn yfir fiskimiðunum. Tillögurnar tiltaka ekki nákvæmlega hvernig auðlindastjórn skuli háttað yrði henni breytt og er það vísvitandi gert. Tillaga Stjórnlagaráðs miðast við leiðréttingu og framtíðarskipan þessara mála með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Í tillögu Stjórnlagaráðs stendur um auðlindir landsins

33. gr. Náttúra Íslands og umhverfi.

Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föng um. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur nátt úrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.

34. gr. Náttúruauðlindir.

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns­ og virkjunarréttinda, jarðhita­ og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012 var spurt um hvort náttúrulindir. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var sú að 81.3% vildu að náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeigu verði þjóðareign.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni