Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Hvernig get ég flutt að heiman?

Hvernig get ég flutt að heiman?

Hátt hlut­fall ungs fólks býr enn hjá for­eldrum sín­um, eða nánar tiltekið 40% fólks á þrítugsaldri. Það er einna helst þrennt sem torveldar ungu fólki að flytja að heiman og veldur háu húsnæðisverði; ómarkviss stuðningur, hár byggingakostnaður og háir vextir.

Þær lausnir sem aðrir flokkar hafa boðað að undanförnu taka ekki almennilega á þessum þremur atriðum. Þvert á móti ýta þær undir eftirspurn án þess að lagðar séu fram raunhæfar lausnir til að auka framboð af húsnæði. Þess vegna er þörf á markvissari lausnum.

Framboðsaukning nauðsynleg

Sé ekki nægt framboð húsnæðis miðað við eftirspurn má gera ráð fyrir hækkun á húsnæðisverði. Í dag eru ekki nema rétt undir 2 þúsund íbúðir í byggingu á hverjum tíma. Gera má ráð fyrir því að þörf sé á 7-10 þúsund næstu þrjú árin. Ofan á þá þörf bætist við uppsöfnuð þörf frá hruni, en þegar það er tekið inn í myndina er þörf á rúmlega 3.500 íbúðum í byggingu á hverjum tíma. Með öðrum orðum er framboð af eignum langt frá því að mæta vaxandi eftirspurn eftir eignum. Fasteignaverð mun því að öllum líkindum hækka næstu árin. Í dag er það nógu hátt fyrir, en fasteignaverð hefur hækkað um ríflega 12% á þessu ári.

Til að mæta eftirspurn og byggja húsnæði í meira mæli þarf að tryggja nægt framboð lóða hverju sinni, hvort heldur sem er til leigu eða kaups. Draga þarf úr byggingarkostnaði og skapa hvata til að byggja húsnæði með hagkvæmum hætti. Endurskoða þarf íþyngjandi gjaldtöku og draga úr vægi úreltra reglugerða. Horfa þarf til aukinnar nýsköpunar á íbúðamarkaði, þar sem horft verði til íbúðarforma sem endurspegla kröfur. Má þar fyrst og fremst nefna smærri íbúðir og aukið vægi sameigna.

Óstöðugleiki er ólíðandi

Á húsnæðismarkaði er óstöðugleiki hagkerfisins og gengissveiflur krónunnar mikill óvinur. Það er ekki hægt að sjá fram á betri ástand á húsnæðismarkaði nema með því að gera breytingar í gengisfyrirkomulagi. Æskilegt væri að festa íslenska krónu við erlenda mynt með myntráði til að tryggja þann stöðugleika sem nauðsynlegur er húsnæðismarkaði. Slíkt mun einnig hafa jákvæð áhrif á vaxtastig og bein áhrif á möguleika ungs fólks til fasteignakaupa með lækkun vaxta. Við eigum ekki að sætta okkur við miklu hærri vaxtabyrði en nágrannar okkar á Norðurlöndum. Svo dæmi sé tekið hafa vextir óverðtryggðra húsnæðislána á þessari öld verið um 7 prósentustigum hærri hér en á Norðurlöndum.

Af eigin raun veit ég hve erfitt það er ungu fólki að flytja heiman – og ekki síst hve erfitt það er reka sitt eigið heimili þegar maður flytur loks að heiman. Þar leikur gífurleg vaxtabyrði eitt stærsta hlutverkið, en íslensk heimili verja um 10% ráðstöfunartekna sinna í vaxtagreiðslur. Lækkun vaxta gæti þannig verið ein mesta kjarabót íslenskra heimila og þá sérstaklega kjarabót í lífi okkar unga fólksins sem er að stíga sín fyrstu skref í lífi fullorðinna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Mjólkursamsalan segir hægt að endurvinna fernur sem Sorpa segir ekki hafa tekist
Fréttir

Mjólk­ur­sam­sal­an seg­ir hægt að end­ur­vinna fern­ur sem Sorpa seg­ir ekki hafa tek­ist

Mjólk­ur­sam­sal­an, sem er stærsti sölu­að­ili drykkj­ar­ferna á Ís­landi, seg­ir sann­ar­lega hægt að end­ur­vinna fern­ur. Það þurfi fyrst að að­skilja plast­ið frá papp­an­um. Á sama tíma seg­ir Sorpa að eng­inn ár­ang­ur hafi náðst við end­ur­vinnslu á fern­um hér og stað­fest­ir að þær séu brennd­ar.
„Því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ert­u“
Úttekt

„Því fleiri skipti sem þú get­ur greitt götu vina þinna, því stærri karl ert­u“

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sem birt var seint á síð­asta ári sýndi mik­inn mun á tengslamynd­un karla og kvenna sem starfa í við­skipta­líf­inu.
Óháður aðili skipaður til að fylgjast með endurvinnslu á drykkjarfernum
Fréttir

Óháð­ur að­ili skip­að­ur til að fylgj­ast með end­ur­vinnslu á drykkj­ar­fern­um

Úr­vinnslu­sjóð­ur hef­ur kraf­ið Terra og Ís­lenska gáma­fé­lag­ið um stað­fest­ingu á end­ur­vinnslu á drykkj­ar­fern­um sem flokk­að­ar eru hér­lend­is. Ráð­herra fund­aði með sjóðn­um í dag.
Ríkinu gert að greiða hátt í milljarð til Vinnslustöðvarinnar og Hugins
Fréttir

Rík­inu gert að greiða hátt í millj­arð til Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og Hug­ins

Tvær út­gerð­ir, sem feng­ið höfðu mak­ríl­kvóta að millj­arða verð­mæti end­ur­gjalds­laust, fá nú einnig greidd­ar 844 millj­ón­ir króna auk vaxta og drátt­ar­vaxta eft­ir dóm sem féll ís­lenska rík­inu í óhag í dag. Upp­haf­lega stefndu sjö út­gerð­ir rík­inu til greiðslu bóta en fimm féllu frá máls­sókn­inni eft­ir hörð við­brögð í sam­fé­lag­inu.
Að standa á þrítugu
Birnir Jón Sigurðsson
Pistill

Birnir Jón Sigurðsson

Að standa á þrí­tugu

Birn­ir Jón Sig­urðs­son stend­ur á þrí­tugu. Eða er hann kannski enn á þrí­tugs­aldri eða jafn­vel kom­inn á fer­tugs­ald­ur?
NOVIS blekkti íslenska neytendur með grófum hætti og hefur verið svipt starfsleyfi
Fréttir

NOVIS blekkti ís­lenska neyt­end­ur með gróf­um hætti og hef­ur ver­ið svipt starfs­leyfi

Starfs­leyfi trygg­inga­fé­lags sem hef­ur selt þús­und­um Ís­lend­inga trygg­ing­ar var aft­ur­kall­að í gær. Því er nú óheim­ilt að stunda trygg­inga­starf­semi. Ís­lenska fjár­mála­eft­ir­lit­ið hef­ur haft fé­lag­ið, NOVIS, til rann­sókn­ar svo mán­uð­um skipt­ir.
SORPA staðfestir að fernur séu brenndar og biðst afsökunar
Fréttir

SORPA stað­fest­ir að fern­ur séu brennd­ar og biðst af­sök­un­ar

Heim­ild­in greindi frá því í lok síð­ustu viku að rann­sókn mið­ils­ins hefði sýnt að drykkja­fern­ur sem Ís­lend­ing­ar flokka fari ekki í end­ur­vinnslu, held­ur séu brennd­ar í sements­verk­smiðju. SORPA hef­ur nú stað­fest þetta og boð­að nýtt verklag. Við­bót­ar­kostn­að­ur við það er áætl­að­ur 75 millj­ón­ir króna.
Enn tap af hvalveiðum Kristjáns og milljarða birgðir afurða í geymslu
FréttirHvalveiðar

Enn tap af hval­veið­um Kristjáns og millj­arða birgð­ir af­urða í geymslu

Hval­ur hf. hélt áfram að græða á fjár­fest­ing­um í öðr­um fyr­ir­tækj­um en tapa á hval­veið­um. Þetta sýn­ir nýbirt­ur árs­reikn­ing­ur fé­lags­ins fyr­ir síð­asta veiði­tíma­bil. Fé­lag­ið seg­ist sitja á birgð­um af hvala­af­urð­um sem eru tveggja millj­arða króna virði. Greiða á út millj­arð í arð.
Launin duga skammt
FréttirKjarabaráttan

Laun­in duga skammt

Magda­lena Anna Reim­us vinn­ur þrjár vinn­ur. Ef hún gerði það ekki ætti hún erfitt með að greiða mán­að­ar­lega reikn­inga með þeim 340.000 krón­um sem hún fær út­borg­að mán­að­ar­lega. Koll­eg­ar henn­ar með svip­aða mennt­un og reynslu hafa í nokkra mán­uði feng­ið hærri laun en hún.
„Það yrði uppreisn í landinu“
FréttirHúsnæðismál

„Það yrði upp­reisn í land­inu“

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Fær­eyj­um seg­ir að fólk þar myndi ekki sætta sig við 10% vexti á hús­næð­is­lán­um eins og á Ís­landi.
Ráðgátan um hvers vegna Íslendingar borga tvöfalt meira en Færeyingar
GreiningHúsnæðismál

Ráð­gát­an um hvers vegna Ís­lend­ing­ar borga tvö­falt meira en Fær­ey­ing­ar

Fær­ey­ing­ar borga helm­ingi lægri hús­næð­is­lána­vexti en Ís­lend­ing­ar. Fær­eysk­ur banka­stjóri svar­ar því hvers vegna hann hækk­ar ekki vext­ina eins og ís­lensku bank­arn­ir.
„Rómafólk sem félagslegar risaeðlur á leið til glötunar“
Raddir Margbreytileikans#37

„Róma­fólk sem fé­lags­leg­ar risa­eðlur á leið til glöt­un­ar“

Mann­fræð­ing­ur­inn Marco Soli­mene er við­mæl­andi í 37. þætti Rödd­um marg­breyti­leik­ans. Marco er ít­alskr­ar ætt­ar, fædd­ur í Róm ár­ið 1976 en hef­ur bú­ið á Ís­landi um langt skeið. Marco er með MA-gráðu í fé­lags­fræði frá La Sapienza há­skól­an­um í Róm og doktors­gráðu í mann­fræði frá Há­skóla Ís­lands. Rann­sókn­ir hans hafa snú­ist um róma­fólk frá Bosn­íu í Róm sem og á Balk­anskaga og í Rúm­en­íu. Marco er ný­ráð­inn sem lektor í mann­fræði við HÍ. Í þess­um þætti er rætt um yf­ir­stand­andi rann­sókn Marco á stöðu róma­fólks á Ítal­íu gagn­vart stjórn­völd­um varð­andi bú­setu. Róma­fólk hef­ur þá stað­alí­mynd að vera vara­samt flökku­fólk, en stað­reynd­in er sú að sumt róma­fólk fær­ir sig reglu­lega frá ein­um stað til ann­ars, á með­an marg­ir hafa fasta bú­setu. Þessi þjóð­fé­lags­hóp­ur lif­ir við þá seigu hug­mynd að vera sí­fellt á ferð­inni, að „passa ekki inn“, að snið­ganga lög og regl­ur, jafn­vel að vera ógn við rík­ið. Að hafa fasta bú­setu er ráð­andi hug­mynd í flest­um ríkj­um og er for­senda fyr­ir við­ur­kenndri stöðu inn­an rík­is­ins og er einn af horn­stein­um þjóð­rík­is­ins. Marco hef­ur rann­sak­að hvernig þess­ar hug­mynd­ir hafa áhrif á þró­un­ar­verk­efni ESB inn­an Evr­ópu, þar sem lit­ið er á jað­ar­hópa eins og róma­fólk sem „frum­stætt“ og vara­samt, og að vissu leyti ósjálf­bjarga og hjálp­ar­þurfi. Þarna stang­ast á hug­mynd­in um stöðu „rík­is­borg­ara“ og hóps sem fer sín­ar eig­in leið­ir við að lifa sínu lífi, og hef­ur sín­ar hug­mynd­ir um bú­setu, þar sem „þró­un­ar­hjálp­in“ skil­ar ekki alltaf til­tekn­um ár­angri. Þessi þátt­ur er á ensku.