Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Njósnaleikurinn (eftir Peter Singer)

Njósnaleikurinn (eftir Peter Singer)

Það er Edward Snowden að þakka að núna veit ég að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, er að njósna um mig. NSA notar Google, Facebook, Verizon, og önnur internet- og samskiptafyrirtæki til að safna ógrynni af stafrænum upplýsingum um mig sem innihalda án efa upplýsingar um tölvupóstana mína, símtöl og kreditkortanotkun.

Ég er ekki bandarískur ríkisborgari, og því er þetta allt löglegt. Og, jafnvel ef ég væri bandarískur ríkisborgari, þá er mögulegt að mikið af upplýsingum um mig myndu hafa verið safnað hvort sem væri þó það hefði ekki verið hluti af beinu markmiði eftirlitsaðgerða.

Ætti mér að vera ofboðið yfir þessum átroðningi á mitt einkalíf? Hefur heimur George Orwells úr 1984 lokins orðið að veruleika, þremur áratugum of seint? Er Stóri Bróðir að fylgjast með mér? 

Mér er ekki ofboðið. Byggt á því sem ég veit nú þegar þá er mér bara nokkuð sama. Það er líklega engin að lesa tölvupóstinn minn eða að hlusta á Skype samtölin mín. Magn stafrænna upplýsinga sem NSA safnar gerir slíkt ómögulegt.

Þess í stað þá leita tölvuforrit að mynstrum sem samræmast grunsamlegum atvikum og sérfræðingar greina gögnin í þeirri von að koma í veg fyrir hryðjuverk. Þetta ferli er ekki svo ólíkt þeirri gagnasöfnun og greiningu sem mörg fyrirtæki nota til að markaðsetja auglýsingar sínar, eða gefa leitarniðurstöður á netinu sem við erum líklegust til að vilja fá.

Spurningin er ekki hvaða upplýsingar ríkisstjórnir, eða fyrirtæki, safna heldur hvað þau gera við upplýsingarnar. Mér væri til dæmis oboðið ef bandaríska ríkisstjórnin væri að nota persónuupplýsingar sem hún safnar til þess að fjárkúga erlenda ráðamenn til að þjóna bandarískum hagsmunum, eða ef slíkum upplýsingum væri lekið í fjölmiðla til að koma óorði á gagnrýnendur Bandaríkjanna. Það væri raunverulegur skandall.

Ef, hinsvegar, ekkert slíkt hefur gerst og það eru skilvirkir öryggisventlar til staðar til að tryggja að það gerist ekki þá situr eftir spurningin hvort þessi mikla gagnasöfnun verndi okkur í raun og veru gegn hryðjuverkum og hvort við erum að fá virði frá peningunum sem eytt er í aðgerðina. NSA fullyrðir að samskiptaeftirlitið hafi komið í veg fyrir yfir 50 hryðjuverkaárásir síðan 2001. Ég veit ekki hvernig á að meta þá fullyrðingu, eða hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir þessar árásir á annan hátt.

Spurningin um virði peninganna er jafnvel enn vandasamari að svara. Árið 2010 birti Wahington Post stóra skýrslu um “Top Secret America”. Eftir tveggja ára rannsókn meir en tólf blaðamanna þá var niðurstaða skýrslunnar að engin vissi hversu mikið aðgerðir bandarískra upplýsingaöflunar kosta, né hversu margir starfsmenn eru þar að störfum.

Washington Post tilkynnti að á þessum tíma væru 854.000 manns með “top secret” öryggisheimildir. Í dag er þessi tala álytin vera 1.4 milljón manns. (Bara tölunar eru hugarefni þess hvort misbeiting á persónupplýsingum til fjárkúgunar eða annarskonar einkanota sé óumflýjanleg.)

Hvað sem okkur þykir um eftirlitsaðgerðir NSA þá hefur bandarískra ríkisstjórnin brugðist of harkalega við upplýsingunum um það. Hún ógilti vegabréf Snowdens og skrifaði ríkisstjórnum og bað um að þau myndu hafna öllum beiðnum um hæli sem hann kynni að biðja um. Stórmerkilegast af öllu þá lítur út fyrir að Bandaríkin hafi legið að baki þess að Frakkland, Spánn, Ítalía og Portúgal leyfðu ekki forsetaflugvél Evo Morales, forseta Bólivíu, að fljúga inn í lofthelgi þeirra þegar hann var á leið heim frá Moskvu. Morales þurfti að lenda í Vín og leiðtogar Suður-Ameríku voru bálreiðir yfir því sem þeir litu á sem móðgun við virðingu þeirra.

Þeir sem eru fylgjandi lýðræði ættu að hugsa sig vel og lengi áður en þeir lögsækja fólk eins og Julian Assange, Chelsea Manning, og Snowden. Ef við teljum að það sé gott að búa við lýðræði þá verðum við að trúa því að almenningur ætti að vita eins mikið og mögulegt er um hvað kjörin ríkisstjórn er að gera. Snowden sagði að hann hafði gert birtingarnar vegna þessa að “almenningur þarf að ákveða hvort þessar aðgerðir og stefnur séu réttar eða rangar.”

Ef við teljum að það sé gott að búa við lýðræði þá verðum við að trúa því að almenningur ætti að vita eins mikið og mögulegt er um hvað kjörin ríkisstjórn er að gera.

Þar hefur hann rétt fyrir sér. Hvernig getur lýðræði ákvarðað hvort það ætti að vera eftirlit á vegum ríkisins líkt og NSA stundar ef það hefur enga vitneskju að slíkt prógram sé til staðar? Vel að merkja þá leiddu gagnalekar Snowdens í ljós að James Clapper, forstjóri National Intelligence, afvegaleiddi þingið um eftirlitsaðgerðir NSA í vintisburði sínum við yfirheyrslur Senate Intelligence Committee.

Þegar Washington Post (ásamt The Guardian) birti upplýsingarnar sem Snowden veitti, þá voru Bandaríkjamenn spurðir hvort þeir studdu eða væru andsnúnir upplýsingasöfnun NSA. Um 58% aðspurðra studdu söfnunina. Samt sýndi sama könnun að aðeins 43% studdu það að lögsækja Snowden fyrir að birta upplýsingar um aðgerðir NSA á meðan 48% voru því andsnúnir.

Könnunin gaf einnig til kynna að 65% styðja obinberar yfirheyrslur þingsins um eftirlitsaðgerðir NSA. Ef það gerist þá verðum við öll miklu betur upplýst vegna birtinga Snowdens. 

 


Þessi pistill er eftir heimspekinginn Peter Singer og birtist fyrst á skoðannasíðunni Project Syndicate undir heitinu The Spy Games. Pistillinn var endurútgefinn í nýjustu bók Peter Singers: Ethics in the Real World - 82 Brief Essays on Things That Matter.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.
Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini
Flækjusagan

Silkimaur­ar koma til hjálp­ar gegn krabba­meini

Þótt mikl­ar fram­far­ir hafi orð­ið í bar­áttu við krabba­mein á síð­ustu ár­um og ára­tug­um veld­ur þó enn mjög mikl­um vanda hve seint og illa get­ur geng­ið að greina krabb­ann — jafn­vel eft­ir að hann er far­inn að vinna veru­leg her­virki í lík­ama manna. Marg­ar teg­und­ir krabba­meins finn­ast vart nema sér­stak­lega sé leit­að að ein­mitt því, og liggi sjúk­dóms­grein­ing því ekki...