Flokkur

Viðskipti

Greinar

Hagsmunir fárra sterkra ráði of miklu
Viðtal

Hags­mun­ir fárra sterkra ráði of miklu

Á sama tíma og risa­vaxn­ar sekt­ir hafa ver­ið lagð­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki vegna sam­keppn­islaga­brota vilja Sam­tök at­vinnu­lífs­ins rann­saka Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið og ráð­herra tak­marka heim­ild­ir þess. Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri eft­ir­lits­ins, seg­ir hags­muni þeirra sem mest eiga ráða miklu á Ís­landi og að há­vær gagn­rýni end­ur­spegli það. Sam­keppn­is­regl­ur séu sér­stak­lega mik­il­væg­ar fyr­ir lít­ið land eins og Ís­land, þvert á það sem op­in­ber um­ræða gefi til kynna. Eft­ir­lit hafi ver­ið tal­að nið­ur af þeim sömu og semja regl­urn­ar sem eiga að gilda.
Stórútgerðirnar segjast standa með Samherja: „Ég held að þetta mál sé tiltölulega óþekkt“
ÚttektSamherjaskjölin

Stór­út­gerð­irn­ar segj­ast standa með Sam­herja: „Ég held að þetta mál sé til­tölu­lega óþekkt“

Fram­kvæmda­stjór­ar ís­lenskra stór­út­gerða segja að Namib­íu­mál Sam­herja hafi ekki haft nein áhrif á önn­ur ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og sölu- og mark­aðs­starf þeirra er­lend­is. Stór hluti fram­kvæmda­stjór­anna vel­ur hins veg­ar að tjá sig ekki um mál­ið og hluti þeirra svar­ar ekki er­ind­um um mál­ið.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
ÚttektPeningaþvætti á Íslandi

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.

Mest lesið undanfarið ár