Flokkur

Stríð

Greinar

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
Greining

Gagn­rýni á inn­rás Tyrkja jafn­gild­ir hryðju­verk­um

Banda­lags­ríki Ís­lend­inga í Nató hót­ar að láta 3,6 millj­ón­ir hæl­is­leit­enda „flæða“ yf­ir Evr­ópu ef árás Tyrkja á Sýr­land verð­ur skil­greind sem inn­rás. Stjórn­ar­her Sýr­lands, studd­ur af Ír­ön­um og Rúss­um, stefn­ir í átt að tyrk­nesk­um her­sveit­um. Gagn­rýni á inn­rás­ina hef­ur ver­ið gerð refsi­verð og tyrk­neska lands­lið­ið í knatt­spyrnu tek­ur af­stöðu með inn­rás­inni.
Lánabækur, lekar og leynikisur
Úttekt

Lána­bæk­ur, lek­ar og leynikis­ur

Ju­li­an Assange og Wiki­leaks eru aft­ur í heims­frétt­un­um en á dög­un­um var stofn­andi leka­síð­unn­ar hand­tek­inn í sendi­ráði Ekvador í Lund­ún­um eft­ir sjö ára langt umsát­ur lög­reglu. Gef­in hef­ur ver­ið út ákæra á hend­ur hon­um í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að birta leyniskjöl og fram­tíð hans er óráð­in. Assange og Wiki­leaks hafa haft sterk­ar teng­ing­ar við Ís­land frá því áð­ur en flest­ir heyrðu þeirra get­ið á heimsvísu.
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
ViðtalStríðið í Sýrlandi

Vin­ir Hauks ef­ast um op­in­beru frá­sögn­ina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Mest lesið undanfarið ár