Aðili

Paolo Macchiarini

Greinar

Landspítalinn skilur að ekkja plastbarkaþegans telji sig eiga rétt á skaðabótum
FréttirPlastbarkamálið

Land­spít­al­inn skil­ur að ekkja plast­barka­þeg­ans telji sig eiga rétt á skaða­bót­um

Land­spít­ali-há­skóla­sjúkra­hús harm­ar að­komu stofn­un­ar­inn­ar að plast­barka­mál­inu svo­kall­aða. Í júní var ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir að hafa grætt plast­barka í þrjá ein­stak­linga í Sví­þjóð. Einn þeirra var And­emariam Beyene sem send­ur var frá Land­spít­al­an­um til Sví­þjóð­ar þar sem hann var not­að­ur sem til­rauna­dýr í að­gerð sem ekki voru lækn­is­fræði­leg­ar for­send­ur fyr­ir.
Dómurinn yfir plastbarkalækninum: „Þessi fjölskylda var eyðilögð“
SkýringPlastbarkamálið

Dóm­ur­inn yf­ir plast­barka­lækn­in­um: „Þessi fjöl­skylda var eyði­lögð“

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini var dæmd­ur fyr­ir all­ar að­gerð­irn­ar þrjár sem hann gerði á Karol­inska-sjúkra­hús­inu. Blaða­mað­ur­inn sem af­hjúp­aði mál­ið, Bosse Lindqvist, seg­ir að dóm­ur­inn hafi af­leið­ing­ar á skaða­bóta­kröf­ur ekkju And­emariams Beyene því nú liggi fyr­ir dómsnið­ur­staða um að að­gerð­in á hon­um hafi ver­ið ólög­leg.
Ekkja plastbarkaþegans leitar enn réttlætis í skugga nýrra réttarhalda
FréttirPlastbarkamálið

Ekkja plast­barka­þeg­ans leit­ar enn rétt­læt­is í skugga nýrra rétt­ar­halda

Plast­barka­mál­inu svo­kall­aða er enn ekki lok­ið, langt í frá. Í næstu viku hefjast ný rétt­ar­höld yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini í Sví­þjóð. Eig­in­kona fyrsta plast­barka­þeg­ans í heim­in­um, Mehrawit Tefaslase, er einnig með ís­lenska lög­menn í vinnu til að skoða rétt­ar­stöðu sína.
Dómstóll: Plastbarkaaðgerðir ekki í samræmi við vísindi og rannsóknir
FréttirPlastbarkamálið

Dóm­stóll: Plast­barka­að­gerð­ir ekki í sam­ræmi við vís­indi og rann­sókn­ir

Dóm­stóll í Solna í Sví­þjóð hef­ur dæmt ít­alska skurð­lækn­inn Pau­lo Macchi­ar­ini í skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir eina af plast­barka­að­gerð­un­um. Hann fær hins veg­ar ekki dóm fyr­ir tvær af að­gerð­un­um, með­al ann­ars á And­emariam Beyene, sem bú­sett­ur var á Ís­landi. Ís­land teng­ist plast­barka­mál­inu vegna að­komu Tóm­as­ar Guð­bjarts­son­ar og Land­spít­al­ans að því.
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
FréttirPlastbarkamálið

Rétt­ar­höld haf­in í einu stærsta hneykslis­máli lækna­vís­ind­anna sem teyg­ir sig til Ís­lands

Rétt­ar­höld yf­ir Pau­lo Macchi­ar­ini, ít­alska skurð­lækn­in­um sem græddi plast­barka í þrjá sjúk­linga á Karol­inska-sjúkra­hús­inu í Sví­þjóð eru haf­in þar í landi. Tóm­as Guð­bjarts­son brjóst­hols­skurð­lækn­ir er vitni ákæru­valds­ins í mál­inu og á að segja frá blekk­ing­um Macchi­ar­in­is. Plast­barka­mál­ið teng­ist Ís­landi með margs kon­ar hætti.
Ekkja Andemariams vitnar gegn Macchiarini: „Annars getur þú dáið“
FréttirPlastbarkamálið

Ekkja And­emariams vitn­ar gegn Macchi­ar­ini: „Ann­ars get­ur þú dá­ið“

Ekkja And­emariams Beyene er vitni ákæru­valds­ins í Sví­þjóð gegn ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að valda manni henn­ar lík­ams­tjóni. Hún seg­ir að Macchi­ar­ini hafi þrýst á And­emariam að fara í plast­barka­að­gerð­ina og lof­að hon­um 8 til 10 ár­um með börn­um þeirra hjóna.
Tómas um plastbarkalækninn: „Í mínum  kreðsum var hann eins konar Ronaldo“
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as um plast­barka­lækn­inn: „Í mín­um kreðsum var hann eins kon­ar Ronaldo“

Tóm­as Guð­bjarts­son skurð­lækn­ir er vitni ákæru­valds­ins í Svi­þjóð gegn Pau­lo Macchi­ar­ini. Tóm­as er tal­inn geta hjálp­að til við að sýna að Macchi­ar­ini vissi að að­gerða­tækn­in í plast­barka­mál­inu virk­aði ekki og að ít­alski skurð­lækn­ir­inn hafi beitt blekk­ing­um. En hvað vissi Tóm­as sjálf­ur?

Mest lesið undanfarið ár