Jóhann Geirdal Gíslason telur ljóst að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali þingmannanna sex á Klaustri Bar hafi komið í veg fyrir skipan Gunnars Braga Sveinssonar sem sendiherra.
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Alvöru menn
Ef framganga kjörinna fulltrúa samræmist ekki siðferðislegum gildum okkar, stöndum við frammi fyrir sömu spurningu og varpað var fram í samtali þingmanna á hótelbarnum á Klaustri: Viljum við vera föst í þessu ofbeldisfulla hjónabandi?
Myndband
Sjáið leiklestur Borgarleikhússins á samtali þingmanna á Klaustri
Stór hluti samtalsins túlkaður af leikkonum og leikara Borgarleikhússins fyrr í kvöld.
Fréttir
Níu af hverjum tíu vilja að Gunnar Bragi og Bergþór segi af sér
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu virðist þjóðinni ofbjóða talsmáti þingmannanna á Klaustri Bar. 86 prósent aðspurðra vilja að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku og yfir þrír fjórðu vilja að allir þingmennirnir sex segi af sér.
FréttirKlausturmálið
Siðanefnd Alþingis fær Klaustursmálið til meðferðar
Ákveðið var á fundi forsætisnefndar Alþingis fyrr í dag að ummæli og háttsemi þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins yrði vísað til siðanefndar Alþingis.
FréttirKlausturmálið
Nærvera Önnu Kolbrúnar sögð erfið fyrir alla
Anna Kolbrún Árnadóttir sat fund þingflokksformanna með forseta Alþingis í morgun í fjarveru Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar. Aðrir sem sátu fundinn lýsa veru hennar þar sem „erfiðri“.
FréttirKlausturmálið
Guðna ofbýður sjálfsupphafningin og virðingarleysið - til marks um „undirliggjandi vanda“
Forseti Íslands telur að hegðun og orðfæri þingmanna sem funduðu á Klaustur bar, og fóru ófögrum orðum um aðra stjórnmálamenn, sérstaklega konur, sé til marks um undirliggjandi vanda.
Fréttir
Stjórn Flokks fólksins skorar á Ólaf og Karl Gauta að segja af sér
Inga Sæland skrifar undir tilkynningu þar sem þingmennirnir eru hvattir til afsagnar.
FréttirKlausturmálið
Hæddust að #MeToo sögum og sögðu Albertínu hafa reynt að nauðga sér
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segist kjaftstopp yfir orðum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar um meintar #MeToo sögur þeirra af henni. Albertína segir Gunnar Braga hafa hringt í sig, beðist afsökunar og sagt að þetta hafi ekki verið svona.
Fréttir
„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra“
Þingmenn ræddu aksturskostnað Ásmundar Friðrikssonar þingmanns á hljóðupptöku. Anna Kolbrún Árnadóttir sagði hann hafa játað á sig sökina með því að minnka aksturinn. Ólafur Ísleifsson sagði markað fyrir sjónarmið Ásmundar um innflytjendur í kjördæminu.
FréttirKlausturmálið
Þingmenn úthúðuðu stjórnmálakonum: „Hún er miklu minna hot í ár“
Þingmenn Miðflokksins létu gróf orð falla um kvenkyns stjórnmálamenn og sögðu eðlilegt að kona yrði látin gjalda fyrir það í prófkjörum að vera ekki jafn „hot“ og áður. „Það fellur hratt á hana“.
FréttirKlausturmálið
Varaformaður Flokks fólksins með sorg í hjarta vegna „skelfilegra“ ummæla
Þingmenn Flokks fólksins sátu fund með þingmönnum Miðflokksins þar sem Inga Sæland var kölluð „klikkuð kunta“ og sögð „grenja“. Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni, er brugðið yfir ummælunum. Hann segir samflokksmenn sína þurfa að svara fyrir fundinn og það sem þar fór fram á þingflokksfundi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.