Guðbjörg Thorsen hafði starfað í um það bil átta ár fyrir Hjálpræðisherinn á Akureyri þegar henni var sagt upp með óvenjulegum hætti. Hún horfði á sjónvarpsviðtal við konu sem var titluð fyrir starfi Guðbjargar sem þá var í veikindaleyfi.
Fréttir
Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón leigja út nýkeypta íbúð sína á 265 þúsund krónur á mánuði. Meðalleiguverð sambærilegra íbúða er 217 þúsund krónur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, spyr hvort forsetahjónin séu föst inni í forréttindabúbblu. Forsetahjónin fengu utanaðkomandi ráðgjöf um markaðsverð.
Fréttir
Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis
Trúnaðarmannaráð Sameykis segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, gera tilraun til að komast hjá því að greiða starfsmönnum fyrirtækisins samkvæmt kjarasamningum. Það geri hann með því að tala fyrir útvistun á verkefnum Strætó. Jóhannes segir akstur strætisvagna og rekstur þeirra ekki grunnhlutverk Strætó.
Fréttir
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
Fréttir
Barinn á nýja kennitölu og starfsmenn bíða launa
Starfsmenn skemmtistaðarins The Drunk Rabbit bíða greiðslna vegna ógreiddra launa og lífeyris eftir að staðnum var lokað í byrjun Covid-faraldursins. Sami eigandi opnaði staðinn aftur á nýrri kennitölu.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Mönnun hindraði hólfaskiptingu Landakots: „Áralöng saga um starfskjör þessara stétta“
Aðstæður í gömlu húsnæði Landakotsspítala og viðvarandi skortur á klínísku starfsfólki urðu til þess að COVID-19 smit gat borist á milli deilda og sjúklinga. Talsmenn fagstétta segja mönnun viðvarandi vandamál, meðal annars vegna kjara kvennastétta.
Fréttir
Sólveig Anna gagnrýnir forstjóra Haga: „Aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Finn Oddsson, forstjóra Haga, ráðast á láglaunafólkið sem skapar hagnað fyrirtækis hans og á það í gegnum lífeyrissjóði. Hagfræðingar segja hækkanir kjarasamninga munu draga úr kaupmætti.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“
Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hótel Grímsborga, krefst afsökunarbeiðni frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum vegna ummæla í frétt Stundarinnar um upplifun sína í starfi og meint brot á kjarasamningum. Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um 1,8 milljónir.
Pistill
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Samtalið um (óþægilegar) staðreyndir
Á dögunum kom forysta SA sér huggulega fyrir í betri stofunni með kaffibolla. Hún vildi eiga samtal við verkalýðshreyfinguna um staðreyndir. Það spillti þó fyrir samtalinu að verkalýðshreyfingin má helst ekki opna munninn því það sem hún segir er svo óviðeigandi.
Fréttir
Sólveig Anna segir fyrrum forseta ASÍ hafa rekið láglaunastefnu: „Thanks for nothing, Gylfi“
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, er gagnrýninn á núverandi forystu verkalýðshreyfingarinnar. Hann vill að stjórnvöld lækki tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Formaður Eflingar telur hann ekki hafa stutt verkakonur í sinni forsetatíð.
Pistill
Einar Már Jónsson
Út um dyrnar – eða gluggann
Skipulegum aðferðum var beitt til þess að losna við starfsfólk. Í kjölfarið hófst sjálfsvígsalda.
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði
Fyrrverandi starfsfólk lýsir harðræði og rasísku viðhorfi á fimm stjörnu hóteli
Hótel Grímsborgir er annað af tveimur hótelum á landinu með vottun upp á fimm stjörnur. Fyrrverandi starfsfólk lýsir kjarasamningsbrotum og fjandsamlegri framkomu yfirmanna. Eigandi segir að ekki einn einasti starfsmaður hans sé óánægður.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.