Fréttamál

Kjaramál

Greinar

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.
Efling undirbýr tvo fundi og verkfallsaðgerðir
FréttirKjaramál

Efl­ing und­ir­býr tvo fundi og verk­falls­að­gerð­ir

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir , formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að Efl­ing sé enn hluti af breið­fylk­ing­unni og að samn­inga­nefnd­ir stétt­ar­fé­lag­anna standi þétt sam­an. Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hef­ur boð­að komu sína á tvo fundi á morg­un. Jafn­framt und­ir­býr Efl­ing verk­falls­kosn­ingu fyr­ir ræst­inga­fólk sem fer fram á mánu­dag­inn.
Katrín hringdi í Sonju sem er reiðubúin að taka þátt í frekara samtali
FréttirKjaramál

Katrín hringdi í Sonju sem er reiðu­bú­in að taka þátt í frek­ara sam­tali

For­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, fund­aði með for­mönn­um BSRB, BHM og KÍ í dag. Á þeim fund­um leit­að­ist Katrín við að fá álit og sýn formann­anna á stöðu kjara­mála. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB, seg­ir að óljóst sé hvort kjara­við­ræð­ur breið­fylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga inn­an ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins muni þró­ast í átt að stærri samn­ingi sem tek­ur til að­ila á op­in­ber­um vinnu­mark­aði líka. Sonja seg­ist þó vera reiðu­bú­in að taka þátt í því sam­tali ef þró­ast í þá átt.
Hjúkrunarfræðingar í sjokki: „Þessi samningur verður kolfelldur“
FréttirKjaramál

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í sjokki: „Þessi samn­ing­ur verð­ur kol­felld­ur“

„Fólk átti von á tals­vert meiru og ég heyri að mörg­um finnst þetta móðg­andi. Þetta eru hrika­leg von­brigði.“ Þetta seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur með um 40 ára starfs­reynslu um ný­gerð­an kjara­samn­ing hjúkr­un­ar­fræð­inga við rík­ið. Hún seg­ir mikla óánægju inn­an stétt­ar­inn­ar með samn­ing­inn, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar séu í hon­um að selja áunn­in rétt­indi og kaffi­tíma.
Kergja og kraumandi reiði: „Hvar er samningurinn?“
Fréttir

Kergja og kraum­andi reiði: „Hvar er samn­ing­ur­inn?“

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.

Mest lesið undanfarið ár