Vilja beita persónuafslættinum gegn innistæðulausum launahækkunum
Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar telur að breytt viðmið persónuafsláttar geti skapað „hvata fyrir launafólk og verkalýðshreyfingar til að samþykkja aðgerðir sem auka framleiðni vinnuafls“.
Greining
Ríkisstjórnin vill afnema 3 milljarða skattaafslátt tekjuhærri heimila
Núverandi dómsmálaráðherra og formaður fjárlaganefndar lögðust gegn sams konar lagabreytingu árið 2016, en afnám samnýtingarheimildar skattþrepa er ígildi skattahækkunar, aðallega á tekjuhæstu 20 prósent heimila.
FréttirKjaramál
Haldinn skammarlisti yfir þá sem taka sér marga veikingadaga
„Þetta er alvarlegt brot gegn persónuvernd og friðhelgi einkalífs starfsfólksins,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.
Úttekt
Lágtekjufólkið fékk minni launahækkun og þyngri skattbyrði
Meðallaun Íslendinga hækkuðu um 19 prósent milli 2014 og 2017 en hækkun tekjuhæsta 1 prósentsins var tvöfalt meiri, um 40 prósent. Í krónutölum talið jók tekjuhæsta 0,1 prósentið tekjur sínar um sem nemur 70-faldri launahækkun verkamanns á sama tímabili.
FréttirKjaramál
Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Viðræðunefnd telur að ekki verði komist lengra án aðkomu ríkissáttasemjara. Þá var viðræðum Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins slitið í dag.
FréttirKjaramál
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
Tillögur ríkisstjórnarinnar gera að engu vonir fulltrúa launþega um að líf færist í kjaraviðræðurnar. Vilhjálmur Birgisson rauk af fundi með stjórnvöldum.
Forstjóri Íslandspósts er stjórnarformaður Isavia og í starfskjaranefnd fyrirtækisins sem gerir tillögu um launakjör forstjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga þess. Gríðarlegt launaskrið hefur átt sér stað eftir að lög um brottfall kjararáðs tóku gildi og ákvörðunarvaldið um laun stjórnenda var flutt til stjórna.
Fréttir
Drífa: „Á Íslandi þrífst þrælahald“
„Ef við grípum ekki til aðgerða getum við allt eins gefið út yfirlýsingu um að okkur sé sama um að hér þrífist þrælahald,“ skrifar forseti ASÍ.
Greining
Millitekjufólk lendir í sama hópi og milljarðamæringar á tekjuvef ríkisstjórnarinnar
Tekjuhæstu 10 prósent hjóna á miðjum aldri hafa aukið ráðstöfunartekjur sínar tvöfalt meira en hjón í öllum öðrum tekjuhópum í uppsveiflu undanfarinna ára. Þetta sýnir Tekjusagan.is, gagnagrunnur ríkisstjórnarinnar um lífskjaraþróun. Vefurinn er þó vart nothæfur til samanburðar á kjörum millitekjufólks og hátekjufólks, enda er hæsta tekjutíundin afar ósamstæður hópur.
FréttirKjaramál
Félögin íhuga að slíta viðræðum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir kjaraviðræður þokast lítið og að félögin fjögur, sem vísað hafa deilunni til ríkissáttasemjara, íhugi að slíta þeim.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Sagan af hættulega láglaunafólkinu
Okkur er sögð saga um að þau fátækustu meðal okkar á vinnumarkaði muni „stráfella“ fyrirtæki, fella stöðugleikann og fæla burt ferðamenn, með því að biðja um hærri laun.
GreiningKjaramál
Bjarni segist hafa meint annað en hann sagði og sakar aðra um „eftirsannleik“
Gögn Hagstofunnar, sem fjármálaráðherra vísar til, styðja ekki þá fullyrðingu sem hann setti fram í Kryddsíldinni. Fullyrðing hans um fjölda fólks á lágmarkstaxta stenst ekki skoðun.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.