Fréttamál

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Greinar

Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg hef­ur þurft að greiða hundruð millj­óna í sekt­ir vegna meng­un­ar

Starf­semi þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­bergs er um­deild víða um heim. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið fyr­ir að starfa á her­numd­um svæð­um, bæði í Palestínu og Vest­ur-Sa­hara. Fyr­ir­tæk­ið hyggst byggja möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem mó­berg verð­ur unn­ið í sement.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi: Ríf­lega tvö­falt fleiri íbú­ar á móti verk­smiðj­unni

44,7 pró­sent íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi eru mjög eða frem­ur and­víg­ir bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðj­unn­ar í bæn­um. Til sam­an­burð­ar eru ein­ung­is 19,3 pró­sent íbúa frem­ur eða mjög hlynnt­ir bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þetta er nið­ur­stað­an úr við­horfs­könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina með­al 382 íbúa í Ölfusi. Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi þeg­ar hún var gerð á síð­ustu dög­um.
Þorsteinn hafnar aðdróttunum um  „mútustarfsemi“ í Þorlákshöfn
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Þor­steinn hafn­ar að­drótt­un­um um „mút­u­starf­semi“ í Þor­láks­höfn

Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Horn­steins og tals­mað­ur þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg, hafn­ar öll­um ávirð­ing­um um að fyr­ir­tæk­ið sé að bera fé á íbúa Þor­láks­hafn­ar til að afla fyr­ir­tæk­inu stuðn­ings við fyr­ir­hug­aða verk­smiðju í bæn­um. Hann upp­lýs­ir í yf­ir­lýs­ingu að Heidel­berg hafi greitt 3,5 millj­ón­ir í styrki til fé­laga­sam­taka í Þor­láks­höfn.
Björgunarsveitin í Þorlákshöfn þáði styrk frá þýska sementsrisanum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Björg­un­ar­sveit­in í Þor­láks­höfn þáði styrk frá þýska sementsris­an­um

Skipu­lags­stofn­un hef­ur ákveð­ið að bygg­ing möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg þurfi að fara í um­hverf­is­mat. Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­stjórn taldi hins veg­ar ekki þörf á því að fram­kvæmd­in færi í um­hverf­is­mat. Björg­un­ar­sveit­in í Þor­láks­höfn, Mann­björg, er einn af þeim að­il­um sem þáði fjár­styrk frá Heidel­berg fyr­ir jól, í að­drag­anda íbúa­kosn­ing­ar um fram­kvæmd­ina.
Elliði bæjarstjóri hjálpar fyrirtæki sem selur honum hús við áhrifakaup í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði bæj­ar­stjóri hjálp­ar fyr­ir­tæki sem sel­ur hon­um hús við áhrifa­kaup í Ölfusi

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi á Suð­ur­landi, hef­ur að­stoð­að þýska fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg og fyr­ir­tæki sem það á með ís­lenska námu­fyr­ir­tæk­inu Jarð­efna­iðn­aði við að reyna að kaupa sér vel­vild í Þor­láks­höfn með veit­ingu fjár­styrkja. Jarð­efna­iðn­að­ur er í eigu út­gerð­ar­manns­ins Ein­ars Sig­urðs­son­ar. Þetta fyr­ir­tæki á líka hús­ið sem Elliði býr í.
Bæjarstjórinn í Ölfusi kaupir hús af umsvifamiklu námufyrirtæki í sveitarfélaginu
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Bæj­ar­stjór­inn í Ölfusi kaup­ir hús af um­svifa­miklu námu­fyr­ir­tæki í sveit­ar­fé­lag­inu

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi, keypti íbúð­ar­hús af fé­lagi sem er í eigu námu­fyr­ir­tæk­is­ins Jarð­efna­iðn­að­ur. Fyr­ir­tæk­ið flyt­ur út vik­ur frá Þor­láks­höfn og vinn­ur að því að tryggja sér frek­ari námu­rétt­indi í sveit­ar­fé­lag­inu. Eig­end­ur fé­lags­ins eru út­gerð­ar­mað­ur­inn Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son. Elliði seg­ir enga hags­muna­árekstra hafa kom­ið upp vegna þess­ara við­skipta.

Mest lesið undanfarið ár