Svæði

Ísland

Greinar

Norska lögmannsstofan segir rekstri Samherja í Namibíu hafa verið „sjálfstýrt“ þar en ekki frá Íslandi
FréttirSamherjaskjölin

Norska lög­manns­stof­an seg­ir rekstri Sam­herja í Namib­íu hafa ver­ið „sjálf­stýrt“ þar en ekki frá Ís­landi

Tals­mað­ur norsku lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein, Geir Swigg­um, seg­ir að rann­sókn fyr­ir­tæk­is­ins á mútu­greiðsl­um Sam­herja í Namib­íu ljúki brátt. Wik­borg Rein still­ir Namib­í­u­rekstri Sam­herja upp sem sjálf­stæð­um og stjórn­end­ur hans beri ábyrgð á hon­um en ekki yf­ir­stjórn Sam­herja á Ís­landi. Hann seg­ir fjöl­miðlaum­fjöll­un um mútu­greiðsl­urn­ar hafa ver­ið „skipu­lagða árás“.
Skipaði Tómas sem sendiherra eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlegan dómstól
Fréttir

Skip­aði Tóm­as sem sendi­herra eft­ir að hann var kjör­inn dóm­ari við al­þjóð­leg­an dóm­stól

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, skip­aði þjóð­réttar­fræð­ing­inn Tóm­as H. Heið­ar sem sendi­herra eft­ir að hann var kjör­inn dóm­ari við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn í Ham­borg. Eng­in til­kynn­ing eða frétt var birt um skip­an­ina líkt og yf­ir­leitt er gert.
Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti
Fréttir

Tóm­as er sendi­herra sam­hliða al­þjóð­legu dóm­ara­embætti

Tóm­as H. Heið­ar. for­stöð­ur­mað­ur Haf­rétt­ar­stofn­un­ar Ís­lands og dóm­ari við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn, virð­ist hafa ver­ið skip­að­ur sendi­herra án þess að nokk­ur hafi vit­að af því. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um um skip­an Tóm­as­ar síð­ast­liðna fimm daga. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig það fer sam­an að vera sendi­herra Ís­lands og dóm­ari við al­þjóð­leg­an dóm­stól.
Íslenska ríkið gefur Fiskeldi Austfjarða leyfi til laxeldis sem skipta um hendur fyrir milljarða í Noregi
FréttirLaxeldi

Ís­lenska rík­ið gef­ur Fisk­eldi Aust­fjarða leyfi til lax­eld­is sem skipta um hend­ur fyr­ir millj­arða í Nor­egi

Ís­lenska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið, Fisk­eldi Aust­fjarða, verð­ur skráð á mark­að í Nor­egi. Ætl­að mark­aðsvirði fé­lags­ins er nú þeg­ar tvö­falt hærra en það var fyr­ir tveim­ur ár­um. Þeir sem hagn­ast á við­skipt­un­um eru norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki sem sáu hagn­að­ar­tæki­færi í lax­eldi á Ís­landi.
Grunur um stórfelld brot í rekstri félags fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar
Fréttir

Grun­ur um stór­felld brot í rekstri fé­lags fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri rann­sak­ar grun um stór­felld bók­halds- og skatta­laga­brot hjá M.B. veit­ing­um. Fé­lag­ið var í eigu Kristjönu Val­geirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar, og sam­býl­is­manns henn­ar. Fé­lag­ið átti í tug­millj­óna við­skipt­um við Efl­ingu með­an Kristjana var þar fjár­mála­stjóri.

Mest lesið undanfarið ár